Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Síða 8
svo varanlegt, er engin ástæða til að ætla, að
það leysist upp eftir dauðann, heldur hyggur
hann, að það haldi áfram að vera til í „ólíkam-
legum“ heimi. Af þessurn rökum álítur hann, að
trúin á ódauðlega sál komi vel heim við hugs-
anaferil náttúruvísindanna. Þar eð allt minni er
háð þessu sviði eða þessari sál, munu þeir, sem
breytt hafa vel, eiga góðum minningum að fagna
í „ólíkamlegum“ heimi, en hinir, sem illa hafa
breytt, verða hrjáðir með slæmum minningum.
Auk þessara tveggja atriða, hins fyrra, þar sem
máttur bænar er sannaður á barnalegan hátt og
þess síðastnefnda, þar sem frægur háskólakenn-
ari svo að segja fullyrðir, að sálin sé hið sama og
rafsvið, er oft unnt að finna ýmis dæmi þess, að
menn vilja staðfesta tilveru Guðs með því að
benda á rafsvið eða þess háttar i því sambandi,
sem sanna má vísindalega.
Hvernig ber svo að skoða þetta frá sjónarhól
kristins manns? Að vorri hvs:giu eiga slíkar kenn-
ingar ekki upp á pallborðið hjá kristnum mönn-
um. Vér trúum, að Guð hafi skapað manninn
bæði með sál og líkama. Ef menn vilja fidlvrða
það skýrt og skorinort, að sálin sé rafsvið eða
eitthvað því um líkt, þ.e. að þeir geti fært sönn-
ur á tilveru sálar, þá hlýtur kristinn maður að
andmæla. Hvort sem það kallast andahyggja eða
ei, hlýtur það að vera sett á bekk með efnishyggju.
Að álíta, að sálin sé einungis efni — hvað hreina
efnishvggian gerði — eða kalla hana rafsvið, er
eitt og hið sama ef tekið er tillit til þess viðhorfs,
sem vér höfum á efni nú á dögum.
Ef sannað yrði í framtíðinni, sem ég á bágt
með að trúa, að hugsanaferill eigi rót sína að
rekia til einhvers konar bylgjuhreyfingar, eða
ef færðar yrðu sönnur á, að t.d. hugsanaflutn-
ingur eigi sér stað af völdum bylgna eða titr-
ings, gætu menn verið alls kostar rólegir. Enda
þótt sálin sé andlegs eðlis, þarf ekkert að standa
í vegi fvrir því, að starfsemi hennar hafi áhrif
á efnisheiminn. Það fferist á hverium degi. Þeg-
ar vér ákveðum að framkvæma eitthvað, hefur
þessi ákvörðun í för með sér fjölmörg taugaá-
hrif, sem valda því, að líkaminn innir af hönd-
um verknaðinn. Eða þegar vér ætlum að tala við
einhvern, hreifum vér raddböndin og fáum loft-
ið til að sveiflast. Þessar loftsveiflur, nefndar
hljóðbvlgiur, ná til eyrna annarra, breytast í
taugaáhrif og fara til heilans. En einhver hinna
4 KRISTILEGT SKOLABLAÐ
mestu ráðgátna, sem menn glírna við, er sú, hvern-
ig loft, sem sveiflast, getur orsakað hljóð, og
hvernig það getur aftur komið af stað hugsana-
gangi.
Jafnvel þótt unnt yrði að sanna gegn betri
vitund, að hugsanaflutningur ætti sér stað við
bylgjuhreyfingu, mundi það ekki veita oss neitt
nýtt grundvallaratriði, og það mundi ekki lield-
ur segja oss neitt unr innra eðli sálarinnar. Anda
er ekki unnt að skrá beinlínis með vísindamæli-
tækjum. Spurningin um það, hvort maðurinn
hafi auk líkamans einnig sál andlegs eðlis, er
því algerlega utan við umráðasvið náttúruvís-
indanna.
Það er kominn tími til, að vér kristnir menn
gerum oss óháða náttúruvísindunum. Þau geta
ekki og munu aldrei geta svarað því, hvort mað-
urinn hafi sál, sem heyrir til ósýnilegum, óeðlis-
fræðilegum heimi, og hvort þessi sál er ódauðleg.
Þetta verður ávallt trúaratriði. Vér trúum því
sem kristnir menn, af því að Jesús Kristur hefur
sagt það.
Það er dapurlegt að hugsa til þess, að margir
notfæra sér efnishyggju þá, sem þeir vilja þó berj-
ast gegn, til að sanna tilveru sálar. Þess konar
efnishyggja getur orðið kristninni hættuleg.
Ef trúin á það yrði útbreitt, að sanna megi
mannssálina og starfssemi hennar með vísinda-
mælitækjum, mundi viðhorfið til mannanna á-
reiðanlega breytast smám saman. Með þessari skoð-
un mundi „determinisminn"1 áreiðanlega vinna á
Þó að ekki verði færðar sönnur á „determin-
ismann", er ekki heldur unnt að afsanna hann,
svo að hættan á þessari andastefnu er ekki liðin
hjá, eins og einstakir menn hyggja.
Enda þótt nútíma efnishyggja tali um guð, er
það ekki að jafnaði um Guð hinna kristnu, lield-
ur er um „deisma“2að neða (guðstrú án opinberun
ar). Gustav Strömberg ræðir um guð, en þessi
guð getur ekki að hans hyggju breytt náttúru-
Framhald á hls. Í6.
J) Determinismi nefnist skoðun sú, að allar breytingar í heim-
inum, einnig breytni hinna frjálsu vera, séu ákveSnar af ytri
eða innri nausyn. Determinisminn neitar því, aS maðurinn hafi
frjálst val. MaSurinn verSur iþví í rauninni ábyrgSarlaus og
honum er stjórnaS af ósýnilegum kröftum.
2) Deismi er sú skoðun, aS sækja megi trúna á guS til
skynsemi og hún hafi ekki uppruna sinn frá guSdómlegri
opinberun persónulegs GuSs.