Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Síða 25

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Síða 25
Tischendorf vildi þó bjarga þvi, sem bjargað varð, og fékk munkana til þess að gefa sér það, sem. eftir var i körfunni. En það reyndist vera hlutar úr Gamla testamentinu. Mikinn hluta handritsins áttu þeir enn óskemmdan i fórum sinum, en ekki kom til mála, að Tischendorf fengi það, þvi að nú var munkana farið að gruna, að skinnbcekur þeirra vœru liklega merkar og verðmœtar, úr jrui að gesturinn sýndi þeirn svo mikinn áhuga. Þetta var samt happafengur, þótt mikið yrði eftir, og hélt hinn ungi visindamaður glaður heim á leið. Kom hann blöðunum fyrir i bóka- safni i Leipzig, en lét þó ekki upþskátt. hvar hann hefði fengið þau. Hugðist hann fara aftur til Sínai siðar meir og freista þess að fá að sjá allt handritið. Nokkur ár liða. Enn er Tischendorf kominn i Katrínarklaustrið. En munkarnir vilja ekkert segja né sýna. Hann heldur á brott vonsvikinn. Fimm árum seinna gerir hann aðra tilraun. Munkarnir hafa sjálfsagt hrist höfuðið, þegar þeir drógu þennan þráláta fræðimann upp til sin i þriðja sinn. En nú er hann betur búinn en áður: Hann dregur upp úr vasa sínum með- mœlabréf frá engum öðrum en Alexander II. Rússakeisara. Dyrum bókasafnsins er þegar lokið upp. Tischendorf gengur inn og tekur að rann- saka bœkur og skjöl á nýjan leik. En niðurstað- an verður hin sama. Handritið er hvergi sjáan- legt. - Myrkrið er skollið á. Það er siðasta kvöld gestsins i klaustrinu að þessu sinni. Ábótinn kallar á hann inn i klefa sinn. Þeir setjast niður og rabba saman. Tischendorf sýnir gestgjafa sin- um útgáfu af Gamla testamentinu á grisku, sem hann hafði sjálfur gefið út nokkrum árum áður. Abólinn segir honum þá, að hann eigi nú líka verðmœtt handrit af þessari þýðingu. Dregur hann síðan ofan af hillu i klefa sinum einhvern fyrirferðamikinn hlut, vafinn í léreftsdúk. Hann flettir klœðinu utan af — og þarna liggur á borð- inu hanclritið eftirsótta! Gleði Tischendorfs verður ekki með orðum lýst. Þegar betur er að gáð, reynist þetta ekki einungis vera gríska Gamla testamentið, heldur einnig allt Nýja testamentið og tvö önnur helgirit, sem þekkt voru í fornöld, svonefnd Barnabasarbréf og Hirðir Hermasar. Munkarnir eru þó ekki á þvi að láta handritið af hendi frekar en í fyrra skiptið. Tischendorf fœr þó að taka það með sér inn í klefa sinn til þess að hyggja að þvi nánar. Þar fellur hann á kné og þakkar Guði af hrœrðum huga fyrir, að hann hefur fengið heitustu ósk sina uppfyllta. Tischendorf bjóst við því, að bókin yrði tekin af honum daginn eftir. Sat hann þvi uppi alla nóttina og afritaði Barnabasarbréfið, því að það var ekki til á grísku, heldur aðeins í þýðingum. Og það fer sem hann grunar: Hann fær ekki að taka handritið. En i Kairó er klaustur, sem tengt er Katrinarklaustrinu. Þangað fœst handritið flutt, og þar lœtur Tischendorf taka nákvcemt afrit af þvi öllu. En hann hefur mikinn hug á að gefa út þetta merka handrit og styðjast þá við sjálft frumritið. Fékk hann þvi munkana til þess að gefa dýrgrip- inn yfirmanni grísku kirkjunnar, en það var Rússakeisari. Keisarinn þakkaði vel fyrir sig og endurgalt munkunum rikulega. Fundur handritsins vakti fádœma athygli inn- an kristninnar, enda talinn hinn merkasti i sögu tungumálarannsókna. Katrinarklaustrið varð að sjálfsögðu viðfrœgt. lllgjarnir og öfundsjúkir menn breiddu út alls konar rógsögur um hinn fundvisa frœðimann. Var þvi til dæmis haldið fram, að hann hefði hreinlega stolið handritinu úr klaustrinu. Vísindamaður einn, sem haldið hefur uppi vörnum fyrir Tischendorf, biður þá menn, sem þessu vilja trúa, að reyna að stinga i vasa sinn þrjúhundruð fjörutiu og sex skinn- blöðum, sem eru að stærð 38xk3 sentimetrar — og láta þó ekki á ne.inu bera. — Handritið er úr PERGAMENTI eins og fyrr segir, en það er dýraskinn, sem verkað er á sér- stakan hátt, svo að gott sé að skrifa á það. Taldi Tischendorf það vera antilópuskinn. Það er allt skrifað með upphafstöfum, og ber það vott um að það sé fornt, encla telja fræðimenn það vera um 1600 ára gamalt. Orðin eru öll skrifuð í belg og biðu, eins og þá tiðkaðist, þ.e. ekkert bil milli orða og lítið um greinarmerki. Ef Nýja testa- mentið vœri skrifað þannig á islenzku, mundi til clæmis upphaf Postulasögunnar lita út á þessa leið: FYRRIFRASOCUNASAMDIE UPPHAFIALLTTILÞESSDAG GÞEOFILUSUMALLTSEMJE SERIíANNVARUPPNUMINN SUSGjORÐIOGKENNDIFRA EFTIRAÐHANNHAFÐIFYRI KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 21

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.