Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 7
ingu á hinum góðu áhrifum bænarinnar. Einmitt
þetta sýnir, að það er bráðnauðsynlegt, að menn
átti sig betur á þessum hlutum. Margir vita ekki
gjörla, bvað efni eða andi er, og þeim er ekki
lieldur vel ijóst, hvað náttúruvísindi rnerkja og
hversu langt má fara út í þá sálma.
Það, sem hefur meðal annars valdið því, að
hin hreina efnishyggja hefur giatað gildi sínu,
er hið nýja viðhorf á efni, sem fram hefur komið.
Efnisheimurinn var að fyrra skilningi áþreifan-
legri og auðskiljanlegri. 11 in nýju viðhorf gjöra
hann hlutlausari. Meira að segja eru til vísinda-
menn, sem segja, að alheimurinn sé sem tröll-
aukin hugmynd. Til að skilja, hvað felst í slík-
um ummælum sem þessum og til að ákvarða
hinar nýju stefnur, skulum vér freista þess að
skýra hin nýju viðhorf til efnisins.
í fyrsta lagi hefur komið í ljós, að jafnvel föst
efni eru aðallega tóm. Vér skulum huga dálítið
betur að þeim. Alls konar efni, bæði lofttegund-
ir og vökvar, svo og föst efni, eru gerð af geipi-
fjölda sameinda (mólekúla). Vér getum t.d. hugs-
að oss, að sameindir þær, sem Haraldur hárfagri
andaði frá sér í síðasta andartaki, hafi fengið
tóm á þessum þúsund árum til að dreifast jafnt
í andrúmsloftinu. Þá mun sérhver jarðarbúi
anda að sér í hverjum andardrætti tíu til tuttugu
þessara sameinda. Svo geipilegur er fjöldi þeirra.
Sérhver sameind samanstendur af ákveðnum
fjölda frumeinda (atóma). Frumeind er oft líkt
við agnarlítið sólkerfi. Innst er kjarninn, og um-
hverfis hann sveima rafeindir (elektrónur), allt
frá einni upp i níutíu og tvær, eftir því um hvaða
atóm er að ræða. Rafeindir þessar eru um það
bil tvö þúsund sinnum léttari en kjarninn. Ef
atómið væri stækkað svo mjög, að kjarninn yrði
sem títuprjónshaus, mundi meðalstór frumeind
rétt rúmast í Péturskirkjunni í Rómaborg. Öll
Péturskirkjan eða hin risavaxna frumeind mundi
vera tómarúm, nema títuprjónshausinn og hin-
ar örfáu rafeindir, sem eru næstum ósýnilegar.
Ef allt tóm yrði fjarlægt úr mannslíkamanum
(það er að sjálfsögðu ókleift), væri ekki unnt að
sjá hann nema með smásjá.
I öðru lagi hefur viðhorfið tii sjálfs efnisins
breytzt. Nú eru frumeindir og rafeindir svo ör-
smáar, að þær eru ósýnilegar, jafnvel nreð hinum
stærstu smásjám. Þekking sti, sem vér höfum á
þeim, er reist á áhrifum þeim, sem þau hafa á
mælitæki vor. En út frá þessum áhrifum er alls
ekki unnt að mynda sér áþreifanlega og sam-
hljóða skoðun um frumeindirnar og rafeindirn-
ar. Áhrifin eru nefnilega vafa bundin. Frum-
eindir og kjarnar, rafeindir og ijós virðast bæði
koma fram sem smáagnir og bylgjuhreyfing.
Vér skulum gera nánari grein fyrir þessu varð-
andi ljósið.
Ljósið er eins konar orkumynd. Það kemui
oftast fram eins og bylgjuhreyfing. Þegar vér
vörpuin t.d. steinvölu á vatn, verður alls ekki af
þeim sökum meira vatn á einum staðnum frekar
en á öðrum, heldur myndast byigjuhreyfing, sem
breiðist tit í allar áttir. Ef margir lækir renna ró-
iega út í vatnið, getnr bylgjan breiðzt lit upp í
alla lækina samtímis. Á samsvarandi hátt flæðir
ljósið í allar áttir og getnr það farið gegnum all-
rnargar raufar samtímis.
í öðrum samböndum kemur ljósið fram sem
smáagnir, „fótónur“. Hlut, svo sem imetti, má
kasta (í mótsetningu við byigju) frá manni til
manns. Þannig hreyfist fótónan frá einni frum-
eindinni til annarrar, og öll fótónan, sem er ó-
kljúfanleg, nemur staðar í næstu frumeind.
Nútíma vísindi hafa farið þá leið að þræða
ineðalveginn milli efnis og orku. Efni er orku-
mynd, og orka er nokkurs konar efni. Við eðli-
legar aðstæður getur orkumynd, svo sem raforka,
einungis breytzt í aðra orkumynd, t. d. varma,
efnaorku o.s.frv. Við alveg sérstakar kringum-
stæður má breyta efni í orku og öfugt. Við kjarn-
orkusprengingu hverfur nokkurt efni og breyt-
ist í hið gífurlega orkumagn, sem oss er ölium
kunnugt um.
Þessi nýja skilgreining á efni hefur kippt öll-
um stoðunum undan hinni hreinn efnishyggju.
í stað hennar hafa komið fram margar andlegar
stefnur, sem reyna að byggja á náttúruvísindun-
um, eins og áður getur. Gustav Strömberg há-
skólakennari skírskotar til háskóians Yale í Banda-
ri'kjunum, þar sem sönnur munu hafa verið
færðar á rafsvið í og umhverfis allt kvikt. Þetta
svið hverfur við dauðann.
Strömberg leitast síðan við að sanna, að vér
böfum í heila vorum slíkt rafsvið, og að allt
minni vort sé komið undir þessu sviði. Hann á-
lítur, að það sé sjálfstætt, nefnilega ekki háð eða
beinlínis bundið frumeindum og rafeindum
eins og venjulegt rafsvið. Þar sem sviðið er
KRISTILE&r SKÖLABLAD 3