Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 3

Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 3
Það verður vonandi farið að vora þegar aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) verður haldinn í Reykjavík, þann 20. apríl n.k. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum og þar verður margt til umræðu enda dagskrá fund- arins fjölbreytt. Meðal efnis verður kynning á gjaldalíkani kirkju- garða í umsjón Smára Sigurðssonar framkvæmdastjóra Kirkju- garða Akureyrar og Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra KGRP. Þeir munu segja frá gerð líkansins og koma með dæmi úr rekstri nokkurra kirkju- garða af landinu. G a r ð y r k j u d e i l d Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hefur fengið það verkefni að ræða um hvernig gáma- og hreinsikerfi Fossvogskirkjugarðs virkar, hagnýt atriði sem brenna á öllum sem sjá um viðhald kirkjugarða. Starfsmaður viðgerðadeildar KGRP mun segja frá steypuviðgerðum í eldri hluta Fossvogskirkjugarðs og sýndar verða myndir fyrir og eftir viðgerðir og Guðmundur Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri segir frá samkeppni um legsteina. Þess má geta að KGRP eiga stórafmæli á þessu ári. Sjötíu ár eru liðin frá vígslu Fossvogskirkjugarðs og um það leyti voru gerðar veigamiklar breytingar á stjórnarfyrirkomulagi fyrirtæk- isins. Gestgjafar aðalfundarins verða því í afmælisskapi og munu taka vel á móti þátttakendum. 3 TEKJUSKERÐING Í DESEMBER 2001 Kirkjugörðum gert erfitt að sinna skyldum sínum NÆSTI AÐALFUNDUR Útgefandi: Kirkjugarðasamband Íslands Ábyrgðarmaður: Þórsteinn Ragnarsson Afgreiðsla: Skrifstofa KGRP, Fossvogi Sími: 585 2700, Fax: 585 2701 www.kirkjugardar.is Ritstjórn: Benedikt Ólafsson Guðmundur Rafn Sigurðsson Sigurjón Jónasson Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Umbrot og prentun: GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja BAUTASTEINN Frá byrjun árs 2001 hefur staðið yfir vinna innan KGSÍ við gerð gjalda- líkans fyrir kirkjugarða og er líkanið kynnt hér í blaðinu. Þessari vinnu var hrundið af stað að áeggjan fjár- málaráðherra í samráði við dóms- og kirkjumálaráðherra. Vinna við gerð líkansins og tilheyrandi rannsókn á tekju- og gjaldaliðum kirkjugarða hefur gengið vel og áformað er að kynna hlutaðeigandi aðilum niður- stöður í byrjun apríl og fyrirhugað er að efna til blaðamannafundar síðar. Forráðamenn kirkjugarða gengu út frá því sem vísu að friður yrði fyrir skerðingum á þessari viðkvæmu þjónustu á meðan á vinnu við gjaldalíkanið stæði. Tvær nefndir sem skipaðar hafa verið af kirkjumálaráðherra á síðustu árum hafa sýnt fram á 40% skerðingu á tekjustofnum kirkjugarða á árabil- inu 1989-1997. Af þessum ástæðum er það með ólíkindum að ráðamenn skuli enn höggva í sama knérunn og skerða kirkju- garðsgjaldið á yfirstandandi ári um 8% með breytingu á lögum í desember sl. Þórsteinn Ragnarsson formaður Kirkjugarða- sambands Íslands. Útgefandi: Kirkjugar›asamband Íslands 1. tölubla› 7. árgangur apríl 2002 UPPBYGGING OG ENDURGER‹ KIRKJUGAR‹SINS Á FLATEYRI bls. 4 . VÍKURGAR‹UR -Minjar í mi›ri borg bls. 10 . DROPINN „eilífur ómur allrar sköpunar.“ bls. 12 . MARGAR ÁHUGAVER‹AR TILLÖGUR -Samkeppni um legsteina bls. 14 . FRÉTTIR AF FRAMKVÆMDUM -Su›urland og Ísafjör›ur Forsíðumyndin er frá Hellnum á Snæfellsnesi. Ljósm. Guðmundur Rafn Sigurðsson

x

Bautasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.