Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 13
13
Þar bíða þó óðul hins ónumda lands
að entum þeim klungróttu leiðum
sú friðkeypta ættjörð hvers frjálsborins manns,
sem felur hin skínandi sigurlaun hans
að baki þeim blágrýtis-heiðum.
Þar sem Þorsteinn á við frelsi mannsins af oki
kúgunar, er hin merkingin Einari nær, lausn hans úr
efnisviðjum og til andlegs lífs. Því miður eru smáatriði
myndarinnar orðin all-torsæ vegna eirgrænu, en í
Einarssafni er hún til í gifsi og því óveðruð. Hér á
steininum er þó hennar rétti staður því hingað var
hún í öndverðu ætluð.
Sigurður Jónsson múrarameistari frá Kotlaugum,
bróðir frú Guðrúnar J. Erlings, annaðist um allt stein-
verk varðans, og ekki aðeins það sem sýnilegt er,
heldur er undir honum uppmúrað grafhýsi. Þegar frú
Guðrún lézt árið 1960, var grafhýsið rofið til þess að
koma þar fyrir kistu hennar. Blasti þá við kista
Þorsteins, enn skínandi hvítlökkuð, og enn lágu á
henni kransar með silkiborðum, og varð á einum
þeirra lesin hinzta kveðja frá Verkamannafélaginu
Dagsbrún, sem hefur þar ekki aðeins viljað þakka
Þorsteini nafngift félagsins, heldur þann eldmóð sem
hann blés íslenzkum erfiðismönnum í brjóst með
skáldskap sínum og ræðum. Voru þá liðin 46 ár frá
greftrun Þorsteins.
Svo haganlega var í upphafi fyrir séð, að nafni frú
Guðrúnar var ætlaður staður á steininum, en það letur
hjó Knútur R. Magnússon steinsmiður.
Er áletrunin öll svohljóðandi:
Undir varðanum er uppmúrað grafhýsi.
Ljósm. Pétur Maack.
fiverholti 13 - Sími 511 1234 - Fax 562 7215 - gudjono@gudjono.is - www.gudjono.is
Vistvæn prentun...
...spurning um hugarfar
ÞORSTEINN ERLINGSSON
27. SEPTEMBER 1858 – 28. SEPTEMBER 1914
GUÐRÚN J. ERLINGS
10. JANÚAR 1878 – 1. MAÍ 1960
JEG TRÚI ÞVÍ SANNLEIKI AÐ SIGURINN ÞINN
AÐ SÍÐUSTU VEGINA JAFNI
OG ÞJER VINN JEG KONUNGUR ÞAÐ SEM JEG VINN,
OG ÞVÍ STÍG JEG HIKLAUS OG VONGLAÐUR INN
Í FRELSANDI FRAMTÍÐAR NAFNI.
ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF.
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri