Bautasteinn - 01.04.2002, Síða 22
22
VEFURINN GARDUR.IS MIKIÐ SÓTTUR
Á þeim níu mánuðum sem vefurinn
gardur.is hefur verið virkur hafa heim-
sóknir eða innkomur á vefinn verið hátt í
21.000 talsins. Mesta umferðin var
vitaskuld strax eftir aðalfund KGSÍ í júni
sl., en þá varð töluverð umfjöllun um
vefinn í fjölmiðlum. Síðan þá hefur engin
önnur opinber kynning átt sér stað, samt
sem áður er umferðin töluvert mikil og
sannar það hversu mikilvægur og
nauðsynlegur áfangi það var að opna
slíkan vef.
Í byrjun voru legstaðaskrár Kirkju-
garða Reykjavíkurprófastdæma, Kirkju-
garðs Hafnarfjarðar og Kirkjugarða
Akureyrar, ásamt öllum öðrum kirkju-
görðum í Eyjafjarðarprófastdæmi inni á
vefnum. Síðan voru skráð inn þau gögn
sem tiltæk voru frá Skagafjarðar- og
Húnavatnsprófastdæmum, auk þess að
teknir voru inn nokkrir stærri garðar sem
þá greiddu fyrir innslátt sinna gagna.
Sett var á laggirnar starfsstöð á Blöndu-
ósi sem sá um öflun gagnanna og innslátt
þeirra. Sú starfsstöð var í verkefnum allt
þar til í september eða á meðan fjármunir
til verksins dugðu. Sannast sagna hefur
lítið gerst síðan þá við að koma nýjum
görðum inn, einfaldlega vegna fjár-
magnsskorts til verkefnisins.
Lögð var
mikil vinna í að
afla fjár til
f ramkvæmda,
en árangur ekki
í neinu sam-
ræmi við vænt-
ingar. Þó ber
að geta sérstak-
lega styrks frá
Alþingi til inn-
skráningar á
gögnum frá
litlum görðum í
dreifbýli. Þeir
fjármunir fóru m.a. í innskráningu gagna
frá Skagafjarðar- og Húnavatnsprófast-
dæmum. Sótt var um fjárveitingu til
Kristnihátíðarsjóðs, en verkefnið fékk
ekki hljómgrunn þar á bæ að þessu sinni.
Það að safna saman legstaðaskrám
kirkjugarða og koma þeim á aðgengilegt
tölvutækt form hefur margþættan tilgang.
Ekki bara til hægðarauka fyrir Íslendinga
sem eru áhugasamir um ættfræði, heldur
er hreinlega verið að bjarga menn-
ingarverðmætum fyrir komandi kyn-
slóðir. Þegar farið var af stað við að safna
þessum gögnum til innskráningar kom
ýmislegt forvitnilegt í ljós. Í sumum
kirkjugörðum voru hreinlega ekki til nein
gögn, engar haldbærar skrár sem gáfu til
kynna hvar hver legstaður er eða hver
þar hvílir, þrátt fyrir að um það sé kveðið
á í lögum að hver kirkjugarðsstjórn skuli
halda slíka skrá. Í öðrum görðum var
þetta hinsvegar í ágætu lagi og í enn
öðrum görðum alveg til fyrirmyndar.
Víða hafa eldri gögn á einhvern hátt
glatast eða eru á óþekktum stöðum.
Annars staðar var eftir að færa til bókar
gögn síðustu fimm til sjö ára. Þetta sýnir
okkur enn og aftur hversu mikilvægt það
er að koma þessum gögnum á öruggt og
aðgengilegt form eins og gardur.is
óneitanlega er. En betur má ef duga skal.
Í upphafi var gardur.is í eigu tveggja
aðila, Kirkjugarðasambands Íslands og
Netgarðs. Á haustdögum varð breyting
þar á og er vefurinn nú eingöngu á hönd-
um Kirkjugarðasambandsins. Þetta þótti
eðlilegt þar sem búið var að vinna þá
tæknivinnu sem felst í að koma upp
slíkum gagnagrunni. Á síðustu miss-
erum hefur verið unnið að því að uppfæra
þau gögn sem komin eru nú þegar í
grunninn. Sú vinna hefur verið
framkvæmd af starfsmönnum Kirkju-
garða Akureyrar og Reykjavíkur.
Á næstu vikum verður vonandi hægt
að koma inn á vefinn miklu safni
legstaðaskráa sem Sigurður Pétur
Björnsson (Silli) á Húsavík hefur unnið
að á síðasta áratug. Þetta eru skrár nær
allra kirkjugarða í Þingeyjarsýslum.
Þarna hefur Silli unnið mikið verk og
lagt í gríðarlega vinnu og er mikill fengur
að fá afnot af þessum skrám til innsetn-
ingar á vefinn.
Smári Sigurðsson