Bautasteinn - 01.04.2002, Side 17

Bautasteinn - 01.04.2002, Side 17
17 Greinarhöfundur var einn af þeim nefnd- armönnum sem ráðherra skipaði til að endurskoða lög um kirkjugarða. Ýmis mál, sem fram komu í skipunarbréfi ráð- herra og ætlunin var að nefndin ræddi og gerði tillögu um, fengu að áliti margra nefndarmanna ekki næga umræðu. Af þeim sökum óskaði formaður nefndar- innar eftir lengri starfstíma fyrir nefndina. Ekki var orðið við þeirri beiðni af hálfu ráðherra. Það er því ljóst að fyrirliggjandi frumvarp tekur aðeins á hluta þeirra fjöl- mörgu lagagreina, innan þessa lagabálks, sem þurfa ítarlegrar umfjöllunar við og leitt gætu til breytinga. Frumvarpið er að mestu óbreytt eins og það kom frá nefndinni. Þó urðu á því nokkrar breytingar við meðhöndlun kirkjuþings. Tilfinnanlegust var sú breyt- ing að felld var út eftirfarandi tillaga nefndarinnar: „Í lok 1. mgr. 20. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kirkjugarðsstjórn er heimilt að taka gjald fyrir geymslu í líkhúsi, að fengnu samþykki dóms- og kirkju- málaráðuneytisins.“ Það var gott samkomulag um þessa breytingartillögu innan nefndarinnar og er mjög bagalegt að hún skyldi verða felld út í meðhöndlun kirkjuþings. Í ljósi sífelldra skerðinga á tekjum kirkjugarða er það mjög þýðingarmikið fyrir þá kirkjugarða sem reka líkhús að hafa heimild í lögum til að taka þjónustu- gjald. Benda má á að það er ekki lagaskylda kirkjugarða að reka líkhús, sbr. 20. grein laganna, heldur er þar um heim- ild að ræða: 20. gr.: „Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús í eða við kirkju- garð á kostnað hans og koma þar upp hús- næðisaðstöðu fyrir starfsmenn kirkju- garðsins. Uppdrættir og staðsetning skulu samþykkt af skipulagsnefnd kirkjugarða og skipulags- og byggingarnefnd sveitarfé- lagsins. Gerð kapellu og líkhúss skal háð samþykki byggingarnefndar og heilbrigðis- nefndar. Kirkjugarðsstjórn er enn fremur heimilt að taka þátt í kostnaðarsömum fram- kvæmdum við útfararkirkjur. Skylt er kirkjugarðsstjórn að annast greftrunarkirkjur og kosta rekstur þeirra, sbr. lög um kirkjusóknir o.fl.“ Stjórn KGSÍ leggur til að heimildar- ákvæðið: „Kirkjugarðsstjórn er heimilt að taka gjald fyrir geymslu í líkhúsi, að fengnu samþykki dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins,“ verði sett aftan við 20. greinina, eins og endurskoðunarnefndin gerði ráð fyrir. Nokkrir kirkjugarðar á landinu reka líkhús og má hér nefna Kirkjugarð Hafn- arfjarðar, Kirkjugarða Akureyrar, Ólafs- víkurkirkjugarð, Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma o.fl. Einnig reka mörg sjúkrahús líkhús og ekki er ólíklegt að þau myndu nýta sér heimild til gjaldtöku til samræmis við kirkjugarðana. Reyndar þarf ekki lagaheimild til að taka þjónustugjald í líkhúsi. Kirkjugarðs- stjórnum er heimilt að innheimta sérstakt þjónustugjald vegna þess að þessi þjónusta er ekki lagaskylda og þar af leiðandi á kirkjugarðsgjaldið ekki að mæta kostnaði við rekstur líkhúss. Kirkjugarðar Reykja- víkurprófastsdæma (KGRP) hafa reiknað út kostnaðarrétt þjónustugjald og er það um 5000 krónur. Þórsteinn Ragnarsson ÞJÓNUSTUGJALD Í LÍKHÚSI

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.