Bautasteinn - 01.04.2002, Page 19
19
Síðastliðin þrjú ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sótt það fast að fá land undir duftgarð í svonefndri
Leynimýri, sem liggur á milli Öskjuhlíðar og Fossvogskirkjugarðs. Þær ánægjulegu fréttir bárust seint á síðasta ári að breyting á
aðalskipulagi Öskjuhlíðar gerði ráð fyrir rúmlega 3ja hektara duftgarði á þessu svæði. Aðalskipulagið hefur síðan verið samþykkt í
borgarráði og er nú þessa dagana í grenndarkynningu. Allt virðist því benda til að KGRP fái þarna land undir duftgarð, sem er a.m.k.
þrisvar sinnum stærri en duftgarðurinn austan við Fossvogskirkju sem vígður var 1950 og er nú nær fullsettur. Um leið og KGRP fá
landið afhent mun væntanlega verða efnt til útfærslusamkeppni um hönnun landsins. Vera má að KGRP og borgin efni sameiginlega
til samkeppni um allt svæðið austan við Perluna. Þarna er á ferðinni mjög spennandi mál og sagði Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
KGRP í viðtali við Morgunblaðið í desember sl. að ef úthlutun landsins yrði að veruleika þá væri kominn duftreitur sem myndi duga
íbúum prófastsdæmanna út alla 21. öldina. Bálfarir eru um 12-13% allra útfara á landsvísu í dag, en á Reykjavíkursvæðinu nálgast hlut-
fallið 20%. Auk duftgarðs í Fossvogi er gert ráð fyrir duftgarði í Gufunesi og í hinum nýja kirkjugarði í Leirdal í Kópavogi.
DUFTREITUR Í LEYNIMÝRI
Myndin er tekin yfir Leynimýrina frá Öskjuhlíð í átt að Fossvogskirkju.Tillaga að breyttu deiliskipulagi Öskjuhlíðar í Leynimýri.