Bautasteinn - 01.04.2002, Síða 20

Bautasteinn - 01.04.2002, Síða 20
20 Eins og sagt var frá í Bautasteininum á síðasta ári hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur- prófastsdæma unnið að undirbúningi heimsókna grunnskólabarna í kirkju- garðana undanfarið ár og nú nýverið kom fyrsti hópurinn í heimsókn í Fossvogs- garð í Reykjavík. Tilgangur heimsóknanna er að fræða börnin um dauðann og gera þau hæfari til að mæta og vinna úr áföllum vegna ást- vinamissis og gefa þeim tækifæri til að ræða þessi mál út frá eigin forsendum og í samhengi við námsefnið sem farið er yfir í heimsókninni. Námsefnið er sent með tveggja vikna fyrirvara til skólanna og ákveða skólastjóri og kennarar með hvaða hætti þeir tengja námsefnið skóla- starfinu og að lokum kemur hópurinn svo í heimsókn í Fossvogskirkju. Um er að ræða 7. bekk, sem eru tólf ára börn, og virðist sá aldur mjög mót- tækilegur fyrir efninu og er áhugi þeirra mikill. Heimsóknin fer þannig fram að hópurinn kemur að morgni dags og horft er á myndbandið „Frá vöggu til grafar,“ en heildardagskráin tekur um 60 mínútur. Eftir sýningu myndarinnar tekur við fyrir- lestur með myndrænu ívafi og svo eru umræður þar sem nemendum gefst kost- ur á að spyrja fyrirlesarann. Stefnt er að því að níu skólar heimsæki Fossvogskirkju á þessu misseri, en heim- sóknin er skólunum að kostnaðarlausu, ef undanskilinn er akstur með börnin til og frá kirkju. Á næsta skólaári er ætlunin að taka á móti hópum frá nóvember og út janúar 2003. Fræðsluefni þessu verður svo væntan- lega dreift innan Kirkjugarðasambands Íslands og er því mögulegt að grunnskólar víða um land geti boðið nemendum sínum svipaða fræðslu í samvinnu við kirkjugarða á staðnum eða í héraðinu. Suðurgötugarður var aðalkirkjugarður Reykjavíkur frá árinu 1838, en árið 1932 var búið að úthluta öllum leiðum í garðinum og hafin ný úthlutun í Fossvogsgarði. Enn er þó jarðsett í frátekin leiði í Suðurgötugarði og er fyrirsjáanlegt að svo verði um nokkurn árafjölda. Unnið hefur verið að nýju deiliskipulagi fyrir garðinn sem er nú til umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg. Helstu nýmæli þess eru að aðkoma að garðinum er skilgreind, svo og tengistígar um garðinn. Svæðið innan veggja garðsins verður hverfisverndað s.b. 4. kafla skipulagsreglugerða nr. 400/98, gr. 4.22., að- gengi að garðinum verður auðveldað með almenna útivist í huga og komið verður upp sýningarsvæði í garðinum þar sem saga garðsins verður kynnt gestum. Meginmarkmið hverfisverndar er að varðveita einstakt menningarsögulegt yfirbragð garðsins vegna minningarmarka og ræktunarsögu, en í garðinum er að finna eitt merkasta safn minn- ingarmarka hér á landi. Einnig er að finna fjöl- breytt safn trjátegunda í garðinum sem setja mikinn svip á miðborgarmyndina. Suðurgötugarður er undir yfirumsjón KGRP, en stofnuð hefur verið þróunarnefnd skipuð fulltrúum frá Fornminja- vernd ríkisins, Biskupsstofu og Reykjavíkurborg, auk KGRP sem er til ráðgjafar við að móta verndarstefnu í garðinum. NÝTT DEILISKIPULAG FYRIR SUÐURGÖTUGARÐ Í LOKAVINNSLU HEIMSÓKNIR SKÓLABARNA TAKAST VEL Úr Suðurgötugarði. Nemendur 7. bekkjar Breiðagerðisskóla í heimsókn í Fossvogskirkju. Þ. R. M. R. J

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.