Bautasteinn - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Bautasteinn - 01.04.2002, Blaðsíða 6
Í leiðara síðasta Bautasteins (1. tbl. 6. árg. 2001) var gerð grein fyrir vinnu við gjaldalíkan fyrir kirkjugarða sem hefur verið í smíðum hjá stjórn KGSÍ. Kirkjugörðum landsins var skipt niður í tíu flokka og síðan voru tíndir til helstu verkliðir sem kirkjugörðum er gert skylt að sjá um samkvæmt lögum, s.s. hirðing, grafartaka, annað viðhald, prestkostnaður, húsnæðiskostnaður, stjórnunarkostnaður, nýframkvæmdir o.fl. Fljótlega kom í ljós að kirkjugarðar í fyrstu flokkunum, þ.e.a.s. minnstu garðarnir, þurfa samkvæmt gjaldalíkan- inu mun meiri tekjur en þeir hafa í dag og ljóst er að um þá hefur verið hugsað af einstaklingum sem hafa meira og minna gefið vinnu sína. Margir kirkju- garðar sem eru meðalstórir koma þokkalega út og virðist þar vera nokkuð gott samræmi milli gjaldalíkansins og raunverulegs rekstrar þeirra. Kirkju- garðar í efstu flokkunum, þ.e.a.s. stærstu garðarnir, skiptast í tvö horn, annars vegar standa þeir sem hafa verið í miklum nýframkvæmdum afar illa og hins vegar standa þeir sem ekki hafa þurft að framkvæma mikið síðastliðin ár nokkuð vel. Góð staða nokkurra kirkju- garða skýrist að einhverju leyti af góðum stuðningi sveitarfélaganna, stuðningi sem er umfram lögbundnar skyldur þeirra. Skilningur okkar, sem unnið höfum að gerð líkansins, er sá að þessi aukaaðstoð sé beinn hagur þessara kirkjugarða og þeir eigi að njóta þess sem vel sé gert í héraði. Sama er að segja um sjálfboðavinnu í minnstu görðunum, hún á að færast þeim görðum til aukatekna. Sjálfboðavinna einstaklinga á ekki að vera neyðar- ráðstöfun til að tryggja sómasamlega og lögbundna umhirðu. Stjórn KGSÍ hefur leitað fanga víða og haldið marga vinnufundi. Ráðnir hafa verið sérfræðingar til að fara yfir kostn- aðartölur og sannreyna þær. Nú er verið að setja alla kirkjugarða innan KGSÍ inn í líkanið til að sjá hvernig þeir koma út miðað við tekjur þeirra og rekstur. Gjaldalíkaninu er ætlað að búa til gjalda- viðmiðun sem er í fullu samræmi við gildandi lög. Líkanið gerir ráð fyrir öllum daglegum rekstrarliðum og það tekst á við þær sveiflur sem óneitanlega eru á útgjöldum margra garða, til að mynda gerir það ráð fyrir stækkunarþörf þeirra, grafatökufjölda, stærð garðanna og fjölda þátta, sem eru verkefnatengdir. Gjaldalíkanið verður kynnt á aðalfundi KGSÍ þann 20. apríl n.k. og mun verða spennandi fyrir fulltrúa á aðalfundinum að sjá hvernig heimagarður þeirra kemur út í líkaninu. Við gerð líkansins komu upp ýmsar hugmyndir um breytingar á stjórnskipu- lagi kirkjugarðamála sem einnig verða kynntar á aðalfundinum í apríl. Meðal annars hefur sú hugmynd verið mikið rædd innan stjórnar KGSÍ að einfalda stjórnunina á þann hátt að valin verði ein kirkjugarðsstjórn í hverju prófastsdæmi sem hefði sömu skyldur og kirkju- garðsstjórnir í dag. Með slíku fyrir- komulagi opnast sú leið að bjóða út hirðingu og grafartöku allra garðanna innan prófastsdæmis og þannig yrði það tryggt að sami hirðingarstuðull yrði í öllum kirkjugörðunum og væntanlega væri einnig hægt að ná fram hagkvæmni í rekstri. Þessar hugmyndir hafa ekki verið ræddar innan prófastsdæmanna og eru aðeins á byrjunarstigi. Á prófastafundi í Skálholti 5. mars sl. kynntu hins vegar Guðmundur Rafn Sigurðsson og Þórsteinn Ragnarsson hugmyndir stjórnar KGSÍ um mun ein- faldari skráningu legstaðaskráa, þ.e.a.s. að fækka skráningarpunktum niður í einn í hverju prófastsdæmi sem hefði í för með sér markvissara eftirlit með skráningunni og gerði hana einnig öruggari. 6 GJALDALÍKAN FYRIR KIRKJUGARÐA Kirkjugarður Flokkur 4 Nettó tekjur 2000 1.159.152 Fjöldi í flokki 200-500 Fjöldi greiðanda 492 Fjöldi garða 32 Stærð í m2 3.730 Eining Einingar v. Samtals Hirðing - sumar m2 3.730 100 373.000 Hirðing - sumar b m2 Grafartaka fjöldi 3,44 65.000 223.860 Annað viðhald garða m2 3.730 25 93.250 Prestkostnaður fjöldi 3,44 13.830 47.631 Húsnæði /aðst. 25 m2 m2 1 82.000 82.000 Viðhald húsnæðis 3% m2 1 147.381 147.381 Rekstur húsnæðis m2 1 106.000 106.000 Bókhald reikningsk. heild 1 20.000 20.000 Nýframkvæmdir m2 Kg.sjóður Stjórnun heild Líkhús heild Bálstofa heild Kapella heild Útfararkirkja heild Nýframkv. Kirkjug.sj 1.093.122 Tekjur 2000 1.159.152 Mismunur 66.030 Kirkjugarður Flokkur 3 Nettó tekjur 2000 327.484 Fjöldi í flokki 100-200 Fjöldi greiðanda 139 Fjöldi garða 42 Stærð í m2 5.211 Eining Einingar v. Samtals Hirðing - sumar m2 5.211 100 521.100 Hirðing - sumar b m2 Grafartaka fjöldi 0,97 65.000 63.245 Annað viðhald garða m2 5.211 25 130.275 Prestkostnaður fjöldi 0,97 13.830 13.457 Húsnæði /aðst. 15 m2 m2 1 47.800 47.800 Viðhald húsnæðis 3,5% m2 1 100.380 100.380 Rekstur húsnæðis m2 1 66.200 66.200 Bókhald reikningsk. heild 1 20.000 20.000 Nýframkvæmdir m2 Kg.sjóður Stjórnun heild Líkhús heild Bálstofa heild Kapella heild Útfararkirkja heild Nýframkv. Kirkjug.sj 962.457 Tekjur 2000 327.484 Mismunur 634.973 -

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.