Bautasteinn - 01.04.2002, Side 12

Bautasteinn - 01.04.2002, Side 12
12 Á síðastliðnum vetri gekkst Kirkjugarðasambandið fyrir samkeppni listamanna um nýja og frumlega gerð legsteina. Af því tilefni birtir Bautasteinn hér frásögn og myndir af legsteini frá upphafi síðustu aldar eftir einn frægasta lista- mann okkar Íslendinga, Einar Jónsson myndhöggvara. Frásögnin er tekin úr bók Björns Th. Björnssonar um minningarmörk í Hólavallargarði. Í minningum sínum segir Einar Jónsson myndhöggvari frá því er hann kom heim frá útlöndum nokkrum dögum eftir að heimsstyrjöldin fyrri brauzt út. „Unnusta mín hafði komið auga á mig á götunni, er ég seint á degi kom heim úr ferðalaginu; - kom á móti mér og reyndi að brosa, en ég sá, að sorg syrti augu hennar. Hvað er að? – Hún horfði á mig þögul um stund og sagði lágt: „Einn af þeim, er okkur var kær, er dáinn. “Ég horfði á hana, en þorði ekki að spyrja: --- „Þorsteinn Erlingsson“.“ Það var því ekki langt úr vegi að það félli í hlut Einars Jónssonar að teikna stein og móta listaverk á gröf þessa nána vinar síns. Þótt verkin láti ekki mikið yfir sér í þeim skógi sem Hólavallargarður er, þá eru þau vissulega þess virði að leiða þau augum. Sjálfur letursteinninn er ferhyrndur, en niður í hann miðjan gengur stórt dropaform með sporlaga eirmynd neðst. Ekki skal hér fullyrt um það, hvort form þetta sé í raun hugsað sem „dropi“, en þó gæti það mætavel verið. Í Skoðunum Einars Jónssonar, sem og í verkum hans, er það iðulegt að frumform tákni annað og meira en sjálft sig, feli í sér „eilífan óm allrar sköpunar.“ Dropinn, vatnsdropinn, tárið, daggardropinn, er fullkomið frumform náttúrunnar og birtir því í sjálfu sér „bergmálið frá alheimsskaparanum“, svo sem hann kemst sjálfur að orði. Mjög kemur þó til álita, að form þetta eigi að tákna loga, og styðst það af því, að þar er notað annað efni, gult eða bleiklitað, en steinninn sjálfur og öll umgerð hans er úr grágrýti. Hugmyndin „logi“ væri jafnvel enn betur við hæfi á stein yfir Þorstein Erlingsson, en í táknfræðum merkir hann ýmist lifandi minningu eða yfirskil- vitlega nálægð æðra valds. Sé form alls steinsins athugað, og þá ekki sízt grófhöggnu stoðarsteinarnir á báða vegu, vísar það mjög til verks sem Einar Jónsson vann nokkrum árum áður, 1907-08, og er þar átt við frumkast hans að minnismerki yfir landkönnuðinn Mylius Eriksen. Í því verki rís há varða upp úr snjóskafli, íbjúg neðan en ydd ofan, eins og þetta form, og heldur skaflinn að henni á báða vegu, líkt og stoðarsteinarnir gera hér. Ekki varð úr að minnis- merkið yfir Mylius Eriksen yrði stækkað og reist, og má því vel gera því skóna að Einar hafi endurvakið þá meginhugmynd er hann teiknaði varðann yfir Þorstein vin sinn árið 1915. Litlu eirmyndina neðst á loga- eða dropaforminu mótaði Einar gagngert á þennan legstein. Í útgáfunni á verkum hans frá 1925 ber lágmynd þessi nafnið „Á leiði“ og ártalið 1915, en í Norðraútgáfunni 1954 er hún sögð frá 1922, sem er sýnilega rangt. Þótt nafnið gefi þannig enga vísbendingu um efnið, er það samt allljóst. Verndari (leiðtogi, Kristur?) í víðum kufli heldur öðrum handleggnum utan um mannveru, en bendir með hinni upp til kletta með miklum stuðlabergsdröngum. Á hina hlið eru einnig klettar, en upp á milli þeirra og meðfram háu bergþili ligg- ur brattur stígur. Virðist svo sem mannverunni sé til þess bent að þar sé brautin upp úr þessum hrikadal. Undir verunum tveim eru miklar og samfléttaðar rætur – eða svellandi öldur – sem tákna hér án vafa jarðneska fjötra, andstætt frelsinu efra. Að sjálf- sögðu kemur í hugann kvæðið „Brautin“, þar sem Þorsteinn eggjar menn „að brjótast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri“: DROPINN „eilífur ómur allrar sköpunar.“ Verndari (Kristur?) heldur uppi manni og bendir upp til kletta með miklum stuðlabergsdröngum, þar sem brautin sé upp úr þessum hrikadal mannlífsins. Björn Th. Björnsson.

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.