Bautasteinn - 01.04.2002, Blaðsíða 5

Bautasteinn - 01.04.2002, Blaðsíða 5
Að sögn Gunnlaugs var verkið kostn- aðarsamt og nemur heildarkostnaðurinn um 12 milljónum króna og enn er nokkur verk óunnið. „Þessi uppbygging tæmdi auðvitað alla okkar sjóði, auk þess sem við fengum góða fyrirgreiðslu frá Kirkjugarðasjóði. Við náðum endum saman allt til ársins 2000, en þá urðum við skuldsettir og enn höfum við ekki fengið nein framlög til móts við þá fjárfestingu þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því, t.d. hjá Ísafjarðarbæ.“ Gunnlaugur segir endurgerð garðsins hafa tekið fimm ár, hún hafi farið hægt af stað, enda mikið hreinsunarstarf sem inna varð af hendi áður en hægt var að hefjast handa við að slétta garðinn og tyrfa á ný. Gunnlaugur segist ekki hafa viljað hætta í sókn- arnefndinni fyrr en verkinu væri lokið. „Nú er þetta komið og hefur gengið vel. Þessi garður hefur áður orðið fyrir áfalli þegar snjóflóð féll á hann, þó skemmd- irnar þá hafi verið mun minni, en nú ætti skipulag svæðisins og varnargarðurinn að koma í veg fyrir slíkt.“ Fegrunarátak á svæðinu mun halda áfram næstu tvö sumur og er reiknað með því að frekari gróðursetning og frá- gangur fari fram. Afrakstur mikillar vinnu er fallegt svæði sem setur sterkan svip á bæjarfélagið og er heimamönnum til sóma. 5 Á þessum tveimur myndum sést vel hvernig garðurinn leit út eftir snjóflóðið og svo eftir að endurgerð hans og uppbygg- ingu var lokið. GRS GRS GRS Nýja sáluhliðið er smíðað að fyrirmynd upprunalega hliðsins í garðinum. Hliðið er smíðað af Kristjáni Jósefssyni.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.