Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 10
Þegar kristni var lögtekin á Íslandi árið
1000 var allsherjargoði Þormóður, sonur
Þorkels mána, og er talið að hann hafi
búið á ættaróðali í Reykjavík. Honum,
sem æðsta embættismanni þjóðarinnar,
bar því fremur skylda til en öðrum að
reisa kirkju á bæ sínum eftir kristni-
tökuna. Því þykir nokkuð víst að ein af
fyrstu kirkjunum sem reistar voru á Ís-
landi hafi verið í Reykjavík og gæti hún
hafa verið reist sama sumar og kristni var
lögtekin.
FYRSTA KIRKJAN Í REYKJAVÍK
Það að hafa grafreit umhverfis kirkju
hafði verið siður frá upphafi, en einu
ummerkin um slíkan grafreit í Reykjavík
eru syðst í Aðalstræti þar sem talið er að
svokallaður Víkurgarður hafi staðið og er
það af mörgum talin sönnun þess að þar
hafi kirkjan staðið frá öndverðu.
Í grein Árna Óla í Morgunblaðinu þann
5. nóvember 1966 er saga garðsins rifjuð
upp og þar segir hann m.a. frá því að
hann telji að kirkjugarðurinn hafi upphaf-
lega verið nær því jafn á alla vegu og
kirkjan staðið í miðjum garði. Af heimild-
um mætti ætla að Þormóður allsherjar-
goði hafi látið grafa upp kuml forfeðra
sinna og flutt bein þeirra í hinn nýja
kirkjugarð sinn á Austurvelli, en það var
ekki óalgengt að hinir fyrstu kirkjueig-
endur á Íslandi gerðu slíkt. Ekki er því
ólíklegt að bein Hallveigar Fróðadóttur,
Þorsteins Ingólfssonar og Þorkels mána
10
VÍKURGARÐUR
-minjar í miðri borg
Horft frá Víkurgarði að inngangi að sýningarskála undir Aðalstræti. Handan götunnar
er fyrirhuguð hótelbygging.
Teikning: Teiknistofan Skólavörðustíg 28 sf./Landslag ehf./GM
Teikning: Teiknistofan Skólavörðustíg 28 sf./Landslag ehf./GM