Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 4
Kirkjugarðurinn á Flateyri varð fyrir
gríðarlegum skemmdum í hinu hörmu-
lega snjóflóði sem féll á staðinn haustið
1995. Garðurinn nánast flattist út og var
gjörónýtur á eftir. Þurfti að byggja hann
upp frá grunni og var meira og minna allt
hreinsað burt úr honum, en nokkur
steypt mannvirki og legsteinar voru þó
viðgerðarhæf og gátu staðið áfram.
LAGFÆRÐUR OG STÆKKAÐUR
Garðurinn á Flateyri var tekinn í
notkun árið 1915, en var stækkaður
nokkrum áratugum síðar. Gunnlaugur
Finnsson var formaður sóknarnefndar
þegar flóðið féll og segir hann það hafa
verið gríðarlega mikilvægt fyrir íbúa
Flateyrar að garðurinn yrði lagfærður hið
fyrsta.
Pétur Jónsson landslagsarkitekt vann
ásamt verkfræðingum við hönnun og
mótun lands vegna varnargarðs ofan við
byggðina á Flateyri. Út frá því fór hann í
hugmyndavinnu vegna lagfæringa og
stækkunar kirkjugarðsins og nærliggjandi
svæða, enda nauðsynlegt að skoða svæðið
sem heild.
Pétur segir að þó nokkuð af húsum hafi
horfið af þessu svæði í flóðinu og því hafi
landnotkunin orðið önnur á eftir og skipu-
lag svæðisins tekið töluvert miklum
breytingum. „Garðurinn var stækkaður
töluvert frá því sem áður var og neðan við
garðinn var svo teiknaður skrúðgarður,
eða opið grænt svæði, sem einnig getur
þjónað sem minningarreitur. Byggja
þurfti kirkjugarðinn upp að nýju, hreinsa
burt skemmd mannvirki, legsteina og
gróður, en töluvert birki hafði t.d. verið í
garðinum og varð að höggva það allt og
hreinsa burt. Nýtt sáluhlið var svo smíðað
og var það gert að fyrirmynd upprunalega
hliðsins í garðinum.“
VEL HEPPNAÐAR BREYTINGAR
Breytingarnar hafa tekist vel og nú er
svæðið þannig úr garði gert að það tengir
kirkjugarð, opið skrúðgarðssvæði og
útivistarsvæði ofan við kirkjugarð. Stígur
hefur verið lagður frá kirkjunni, upp í
gegnum skrúðgarðinn og kirkjugarðinn, í
gegnum snjóflóðavarnarvegginn og upp í
fjall. Þarna er því komin falleg gönguleið
og bein tenging við útivistarsvæði.
Tjaldsvæði bæjarins er einnig skammt
undan og tengist svæðinu á skemmti-
legan hátt. Girðingin í kringum garðinn
var endurgerð og er sá hluti er snýr að
fjallinu hlaðinn úr steini, en léttari girðing
úr timbri opnar garðinn í átt að byggð-
inni. Pétur segir að þegar upp sé staðið þá
sé þarna komið skjólgott og opið svæði í
góðum tengslum við byggðina.
KOSTNAÐARSAMT
Gunnlaugur og Pétur eru sammála um
að vel hafi tekist til og viðbrögð íbúa og
gesta við breytingunum hafi verið mjög
jákvæð. Kristján Ingi Gunnarsson, skrúð-
garðyrkjumeistari, sá um verklegar
framkvæmdir og segja þeir félagar að
hann hafi unnið frábært verk og staðið
mjög vel að málum í samstarfi við heima-
menn.
4
UPPBYGGING OG ENDURGERÐ
KIRKJUGARÐSINS Á FLATEYRI
Eyðileggingin eftir
snjóflóðið var
gríðarleg.
Svæðið er opið og fallegt og tengist byggðinni á skemmtilegan hátt.
GRS
GRS