Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 14

Bautasteinn - 01.04.2002, Qupperneq 14
14 MARGAR ÁHUGAVERÐAR TILLÖGUR Samkeppni um legsteina Eins og greint var frá í Bautasteininum í fyrra stóð Kirkjugarðasamband Íslands, í samvinnu við skipulagsnefnd kirkjugarða, fyrir samkeppni meðal listamanna um gerð leg- steina. Áhugi listamanna á þátttöku var mikill og voru 12 lista- menn valdir til að skila inn tillögum í keppnina. Dómnefnd skipuð af útboðsaðila og Sambandi íslenskra myndlistarmanna gaf svo umsagnir um tillögurnar með tilliti til frekari útfærslu og framkvæmda. Í dómnefndinni áttu sæti: Karl Sigurbjörnsson, Björn Th. Björnsson, Einar E. Sæmundsen, Áslaug Höskuldsdóttir og Sigurður Örlygsson. Ritari dómnefndarinnar var Guðmundur Rafn Sigurðsson, en trúnaðarmaður dómnefndar var Ólafur Jónsson og hefur hann haft umsjón með keppninni hvað samband við listamennina varðar og vörslu tillagna. Sérstakur reitur hefur verið útbúinn í Fossvogsgarði þar sem tillögurnar verða til sýnis í endanlegri útfærslu. Til stendur að opna reitinn í haust og þar getur almenningur skoðað þessar nýju gerðir af legsteinum. Að sögn Ólafs Jónssonar eru þessir steinar öðru- vísi en hefðbundnar gerðir legsteina sem í boði eru í dag. Meira er lagt upp úr fagurfræði þessara steina sem tengist því auðvitað að lista- menn standa að baki gerð þeirra. Hér áður fyrr voru listamenn oft fengnir til að gera legsteina og er með þessari keppni verið að leita til fortíðar hvað það varðar. Steinarnir sem til sýnis verða í reitnum munu fara í framleiðslu og getur almenn- ingur keypt þá í framhaldinu. Ólafur segir keppnina hafa tekist vel og margar tillögurnar hafi verið bæði spennandi og nýstárlegar. Hin ýmsu efni eru notuð við gerð steinanna, s.s. steinn, tré, málmar og gler. Hann segir listamennina hafa sýnt keppninni mikinn áhuga enda sé þarna um viðbót við þeirra starfsvettvang að ræða og að listin eigi tvímælalaust erindi inn á þetta svið. Næsta skref er að ganga til samninga við listamennina um endan- lega útfærslu á einstökum tillögum og búa til sýnishorn af verkunum. Gengið verður frá reitnum í sumar og mun almenn- ingur geta notið þess að skoða hann í haust. Ólafur Jónsson á vinnustofu sinni þar sem tillögurnar hanga uppi. Svona mun reiturinn í Fossvogsgarði líta út.

x

Bautasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.