B+ - 01.01.2009, Page 9

B+ - 01.01.2009, Page 9
fréttabréf biblíufélagsins B+  því ekki umhyggju þeirra sem standa henni næst og aðstandendurnir sjálfi r geta ekki sýnt umhyggju sínum nán- asta fjölskyldumeðlimi sem þarfnast hennar mest. Þetta er staða þar sem allir eru „læstir“ í hinu ríkjandi við- horfi samfélagsins og því vanmegnugir að bregðast við og koma til aðstoðar og hjálpa. Kirkjurnar skerast í leikinn Kirkjurnar í Kongó ætla að taka sig saman og breyta þessu ástandi. Það sem er mest aðkallandi er að rjúfa ein- angrun þessara kvenna og veita þeim þá aðstoð sem þær þarfnast. Sumar þurfa að komast á sjúkrahús, allar þurfa þær sálfræðiaðstoð og það sem er mikilvægast: að endurheimta von á lífi ð aftur. Kaþólska kirkjan, kirkjur mótmælenda og ýmis kristin samtök sem láta sig ástandið varða ætla að vinna saman að þessu brýna verk- efni. Um 85% landsmanna eru kristin og kirkjan er því kjörinn vettvangur til þess að vinna á fordómunum og veita andlega næringu. Þáttur Biblíufélags- ins í Kongó verður að útvega Biblíur til að dreifa til fólksins, bæði prentað- ar bækur og hljóðbækur handa þeim sem ekki kunna að lesa. Sérstaklega er skortur á Biblíunni á Svahílí, málinu sem fl estir tala. © l ar ry Je rd en „Eigi lifi r maðurinn á einu saman brauði.“ Hér teygir fólk sig eftir Kinyarwanda-sálmabókinni sem Biblíufélagið í Kongó gaf út sérstaklega fyrir fl óttafólk frá Rúanda. Myndin er tekin í Nyabibwe Kalehe fl óttamannabúðunum nálægt Bukavu í Kongó. Brýnt og aðkallandi verkefni Orð Guðs er fært um að endurvekja von og veita styrk hinum þjáða og vekja til nýs lífs. Jesús segir: „Komið til mín, öll þér sem erfi ðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld“ (Matt 11.28). Það er með þetta erindi sem Biblíu- félagið í Kongó snýr sér til Sameinuðu biblíufélaganna með beiðni um aðstoð við þetta brýna og aðkallandi verkefni. Biblíufélagið á Íslandi vill svara þessu kalli og veita þá aðstoð sem það getur og treystir sem fyrr á stuðning félaga sinna og styrktaraðila.  © M au ri Ce h ar ve y Konur fá Biblíur í í Kirkjuhúsinu í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Starf Biblíufélagsins hefst venjulega hér, á verslunar- götum Kinshasa. © M au ri Ce h ar ve y Mikil þörf er fyrir Biblíur í Kongó.

x

B+

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: B+
https://timarit.is/publication/2038

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.