Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Blaðsíða 3
2 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 3 Vetrarþjónusta í forgang Í vetur lagði Vegagerðin mikla áherslu á öfluga vetrarþjónustu til að halda leiðum til Grindavíkur opnum og greiðfærum eins og kostur var. Í vetrarþjónustu felst meðal annars að moka snjó af vegum og hálkuverja vegi eftir því sem við á. Vaktstöð Vegagerðarinnar miðlar öllum upplýsingum um lokanir og opnanir á vegum á umferdin.is/trafficinfo.is. Suðurstrandavegur við Festarfjall lagfærður Vegagerðin hefur einnig látið lagfæra og styrkja Suðurstrandarveg við Festarfjall á um 800 metra kafla. Sett var efni utan á vegfláa að sunnanverðu til að styrkja veginn. Einnig var ræsi sem liggur í gegnum veginn lengt í báðar áttir. Áður var búið að hliðra veginum um 1,5 metra og færa hann nær fjallinu á umræddum kafla. Var það gert til að auka umferðaröryggi vegfarenda. Vegfláinn hreyfðist til og seig í jarðskjálftunum sem urðu áður en gos hófst í Fagradalsfjalli 2021. Kortlagning á sprungum Frá því í janúar hefur Vegagerðin í samstarfi við verkfræðistofur unnið að því að kortleggja sprungur og hugsanleg holrými við Grindavík með sérstökum jarðsjárdróna, ásamt minni jarðsjá. Gögnin hafa meðal annars verið notuð til að forgangsraða viðgerðum í bænum, auk þess að greina hættusvæði, t.d. vegna holrýma. Gögnin koma jafnframt að góðum notum fyrir viðbragðsaðila og þá sem skipuleggja verðmætabjörgun í bænum. Upplýsingarnar munu enn fremur nýtast til þess að ákvarða hvaða viðgerðaraðferðum verður hægt að beita við helstu sprungusvæði. Nánar er sagt frá þessum jarðrannsóknum í annarri grein hér í blaðinu. Myndir: Valgarður Guðmundsson, Vilhelm Gunnarsson ofl. ↑ Unnið að viðgerðum á götum í Grindavík. ↗ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur unnið að því að kortleggja sprungur og holrými með jarðsjárdróna. ↘ Bláalónsvegur fór undir hraun.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.