Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 8

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 8
8 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 9 „Brúin var mjög illa farin, gólfið lélegt, steypan bágborin og lítið hald fyrir vegriðið. Upphaflega hugmyndin var að brjóta niður brúna og steypa hana upp á nýtt í upprunalegri mynd en fljótlega var horfið frá þeirri hugmynd þar sem hún var í raun verr farin en fyrst var haldið,“ segir Vilhjálmur Árnason yfirverkstjóri brúarvinnuflokksins á Hvammstanga sem sá um framkvæmdir við verkið „Brú yfir Hjaltadalsá við Laufskála (Hólavegur 767)“. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar gerði við brúna yfir Hjaltadalsá í vetur en hún var illa farin af steypuskemmdum. Brúin er enn einbreið en þó hálfum metri breiðari en áður. Lagfærðu brúna yfir Hjaltadalsá Í staðinn fyrir að steypa brúna var ákveðið að byggja upp burðarbita hennar og setja stálbitabrú með timburgólfi. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra. „Við byrjuðum á því að brjóta gólfið á brúnni. Næsta verk var að steypa ofan á stöplana,“ lýsir Vilhjálmur en töluvert þurfti að laga brúarstöplana, sér í lagi miðstöpulinn sem þurfti nánast að endursteypa alveg. „Þá var hann heldur ekki í línu við hina svo við löguðum það.“ ↓ Brúarflokkurinn að störfum við Hjaltadalsá í vetur. Vetur og kuldi gerðu vinnuna oft erfiða.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.