Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 730
2. tbl. 32. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 730
2. tbl. 32. árg.
15
Vegagerðin leiddi þessa vinnu í samráði við
innviðaráðuneytið og fleiri komu að verki. Í ferlinum var
reglugerðaruppkast birt í samráðsgátt stjórnvalda og
komu þá fram margar gagnlegar ábendingar víða að.
Allt frá 1995 hefur það verið á verksviði
Vegagerðarinnar að afhenda tölvumyndir tákna
umferðarmerkja og í 4. grein nýrrar reglugerðar segir:
„Vegagerðin skal á vefsíðu sinni gera aðgengilegar
myndir og málsetningar merkja sem getið er í reglugerð
þessari. Þar skal einnig birta myndir, málsetningar,
heiti og númer annarra afbrigða af þeim merkjum sem
í reglugerð þessari er sérstaklega getið að heimilt sé
að útfæra á annan máta, þ.á.m. akreinamerkja og
þjónustumerkja.“ Myndirnar eru nú aðgengilegar á
vegagerdin.is undir flipanum „Vegakerfið“.
Reglugerðin er mikið breytt en breytingar sem birtast
vegfarendum í umferðinni eru þó ekki ýkja margar.
Stóru breytingarnar eru kerfislegar, flokkaskiptingar og
númerakerfi.
Eins og áður tekur reglugerðin mið af samþykktum
Vínarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um
umferðarmerkingar frá 1968 með síðari breytingum
og færist nú enn nær því skjali, m.a. í flokkun merkja.
Ísland hefur ekki undirritað samþykktina en ný
reglugerð er skref í þá átt.
Sú breyting er nú gerð á texta reglugerðarinnar að
flestar vísanir til þess hvar og hvernig merkin eru
notuð eru færðar í fjóra ítarlega viðauka. Breytingin er
til þess fallin að gera sjálfa reglugerðina aðgengilegri
almenningi, sér í lagi ökunemum. Leiðbeiningar í
viðaukum eru fyrir veghaldara til að samræma notkun
umferðarmerkja og veita Samgöngustofu aukna
möguleika til að rækja eftirlitshlutverk sitt.
Fljótleg leið til að finna reglugerðina er á vefnum
stjornartidindi.is og þar skal setja setja „250/2024“
í leit efst í glugganum. Þá má m.a. finna pdf útgáfu
reglugerðarinnar með öllum viðaukum.
Ný umferðarmerkja-
reglugerð
Ný umferðarmerkjareglugerð tók gildi 1. mars
sl. og leysti hún af hólmi eldri reglugerð sem að
stofni til var tæplega 30 ára gömul með nokkrum
breytingum.
Höfundur:
Viktor Arnar
Ingólfsson
Í reglugerðinni er opnað fyrir það á undirmerkjum og
tímabundnum upplýsingamerkjum að auk texta á
íslensku geti verið þýðing á erlendu máli og skal hún þá
vera í öðrum lit en íslenski textinn.
Flokkar umferðarmerkja og númer
Breyting frá fyrri reglugerð er að tveir flokkar
bætast við flokkun merkja en nokkrir sameinast
þannig að flokkarnir eru nú 11 ef með eru taldar
yfirborðsmerkingar og umferðarljós en voru 15
áður. Nýtt númerakerfi er tekið upp og er það
að mestu byggt á sambærilegu norsku kerfi.
Vegfarendur þurfa að vera meðvitaðir um heiti og
hlutverk umferðarmerkja en númerin nýtast einkum
stjórnvöldum, veghöldurum, birgjum, framleiðendum og
öðrum þeim sem koma að vinnu með umferðarmerki.
Umferðarmerki skiptast í þessa flokka:
Merki til viðvörunar fyrir umferð:
→ 100 Viðvörunarmerki.
Merki til stjórnunar umferðar:
→ 200 Forgangsmerki. (nýr flokkur,
e. Priority signs)
→ 300 Bannmerki.
→ 400 Boðmerki.
→ 500 Sérreglumerki. (nýr flokkur
e. Special regulation signs)
Merki til leiðbeiningar fyrir umferð:
→ 600 Upplýsingamerki.
→ 700 Vegvísar og þjónustumerki.
Önnur merki og búnaður:
→ 800 Undirmerki.
→ 900 Önnur merki.