Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 16

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 17 300 Bannmerki Flokkur bannmerkja tekur óverulegum breytingum frá gildandi reglugerð. Tekið er upp eitt nýtt bannmerki 306.8 Umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðar bannaðar en áður þurfti tvö merki í þessum tilgangi. Lítilsháttar útlitsbreytingar eru gerðar á fjórum merkjum 306.6 Hjólreiðar bannaðar, 315 Minnsta bil milli vélknúinna ökutækja, 320 Takmarkaður ásþungi og 324 Sérstök stöðvunarskylda. Breyting á merki 320 Takmarkaður ásþungi er gerð til að merkið endurspegli betur raunverulegar reglur um takmarkaðan ásþunga í samræmi við reglur um þyngd ökutækja. Sú þyngd sem gefin hefur verið upp á merkinu til þessa hefur gefið til kynna mesta leyfilega þunga á ás með fjórum hjólum, þrátt fyrir að á merkinu hafi verið sýndur ás með tveimur hjólum. 400 Boðmerki Flokkur boðmerkja tekur minniháttar breytingum frá eldri reglugerð. Tekið er upp eitt nýtt boðmerki 455 Lágmarkshraði til að tilgreina sérstakar akreinar fyrir hægfara umferð, þ.e. merkið er notað á akreinamerki fyrir þá akrein sem hægfara umferð er ekki ætlað að vera á. Ólíklegt er að merkið verði notað stakt hér á landi en það þekkist víða erlendis og því æskilegt að vegfarendur séu meðvitaðir um þýðingu þess. 200 Forgangsmerki Hér má sjá myndir allra forgangsmerkja en þau eru sjö talsins. Allt eru þetta vel þekkt merki úr eldri reglugerð fyrir utan 216 Fléttuakstur. Þegar ný umferðarlög voru samþykkt á Alþingi árið 2019 kom inn nýtt ákvæði í 20. grein, 4. mgr: „Þar sem tvær samhliða akreinar renna saman í eina á vegi skulu ökumenn aka þannig að eitt ökutæki fari í senn af hvorri akrein eftir því sem við verður komið og umferðarmerki gefa það til kynna“. Ekki var hægt að virkja þetta ákvæði fyrr en nýtt umferðarmerki hafði verið birt í reglugerð og nú er það tilbúið. Útlit merkisins, rauð ör á hvítum grunni er líkt merkjum sem notuð eru í sama tilgangi annars staðar á Norðurlöndunum. 202 Biðskylda 208 Aðalbraut endar 212 Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang 214 Umferð á móti veitir forgang 204 Stöðvunarskylda 206 Aðalbraut 216 Fléttuakstur ↑ Fléttuakstur, sambærileg umferðarmerki á Norðurlöndunum, frá vinstri; Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Ísland. Fléttuakstur er mikil bót á umferðarmenningu og verður vonandi notað víða þar sem tvær akreinar verða að einni og aðstæður henta. Hér er á mynd sýnt hvernig þetta virkar. Hefðbundið akreinamerki veldur því að ökumenn á vinstri akrein reyna að komast á hægri akrein á mismunandi stöðum. Þar sem er fléttuakstur er klárt hvar akreinarnar sameinast og þar er til skiptis ekið áfram líkt og tannhjól eða rennilást. Þá nýtast akreinarnar líka betur og önnur umferð fær greiðari leið. → Dæmi um umferðarflæði þar sem fléttureglan kemur að góðum notum. Bílstjóri rauða bílsins sem ætlar að beygja til hægri getur þurft að bíða lengi í röð sem er vegna þrengingar eftir gatnamótin. Forgangsmerki: Fléttuakstur

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.