Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 18

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 18
18 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 19 700 Vegvísar og þjónustumerki Tveir flokkar úr eldri reglugerð eru sameinaðir í einn númeraflokk en umfjöllun um merkin er haldið aðgreindri í reglugerðinni. Nýir vegvísar í brúnum lit eru notaðir til vísunar að ferðamannastöðum sem uppfylla viðmið Vörðu sem ráðuneyti ferðamála setur. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/ eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag og landslagsheild. Heiti táknsins er 723.41 Ferðamannastaður með Vörðu. Annað tákn er svo 723.42 Staður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. 723.41 723.42 Rauður litur vegvísa verður áfram notaður við vísun að opinberum byggingum og áhugaverðum stöðum. Svartur texti á appelsínugulum fleti með svörtum jaðri er notaður við tímabundna vísun á leið eða stað s.s. vegna framkvæmda eða viðburða. Slík merki voru áður í flokki bráðabirgðamerkja. Vegvísar á hjólastígum- og hjólaleiðum eru grænir á hvítum grunnfleti. Verulegar breytingar eru gerðar á fyrirkomulagi þjónustumerkinga. Felld eru á brott úr reglugerð á um sjöunda tug þjónustumerkja. Eftir standa merki neyðarþjónustu, mikilvægrar þjónustu fyrir umferð, upplýsingar og áhugaverðra staða, gistiþjónustu og valin merki annarrar þjónustu. Veghaldari getur hins vegar heimilað notkun fleiri þjónustumerkinga, þ.m.t. þeirra sem voru í eldri reglugerð en ekki þeirri nýju. Jafnframt verður hægt að heimila ný þjónustumerki. Gert er ráð fyrir að Vegagerðin birti á vefsíðu sinni lista yfir slík þjónustutákn. 600 Upplýsingamerki Gerð er sú grundvallarbreyting á flokki upplýsingamerkja, að merki innan flokksins eru eingöngu til upplýsingar fyrir vegfarendur en kveða ekki á um skyldu eða bann við tiltekinni háttsemi. Vegna þessa færðust nokkur merki í flokk sérreglumerkja. Áður var sérstakur flokkur fyrir appelsínugul bráðabirgðamerki en þau verða hér eftir flokkuð sem Upplýsingamerki. Tekin eru upp fjögur ný upplýsingamerki 655.62 Meðalhraðaeftirlit, 655.71 Eftirlitsmyndavél, 659 Rafræn gjaldtaka og 660 Neyðarútgangur. Gefinn er kostur á fleiri útfærslum en áður af merki 652.7 Botngata. Á merkinu má gefa til kynna að göngustígur, hjólastígur eða sameiginlegur stígur sé í framhaldi af götunni. Merkið tekur breytingum eftir aðstæðum. Útlitsbreyting er að hvítur rammi umlykur rauðan ferning. Það er til að auðvelda litblindum að greina rauða fleti á bláum og er þetta víða erlendis haft svona.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.