Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 20
20
„Það er hægt að vera fyrirlitlegur á svo margan
hátt að það er til að æra mann. En raunveru
leg fyrirlitning felst í því að fyrirlíta sársauka
annarra.“ – James Baldwin
James Baldwin fæddist í Harlem í New
York 2. ágúst 1924. Hann var bókhneigður
drengur, gefinn fyrir skrif og skáldskap og
almenningsbókasöfnin tvö í Harlem voru
hans athvarf. Kennarar sáu að drenguri
nn bjó yfir ríkri athyglisgáfu og næmi, að
þar væri mikið efni í skáld og rithöfund, og
hvöttu hann áfram. Til Parísar fluttist hann
24 ára, bjó þar næsta áratug og Herbergi
Giovanni byggir hann að miklu leyti á reynslu
sinni í borginni. Þar varð hann ástfanginn af
svissneskum pilti og sú ást gaf honum kjark
til að takast á við söguna um David, Hellu
og Giovanni. Áratug síðar kallaði mann
réttindabarátta svartra hann aftur heim til
Bandaríkjanna en síðustu ár ævinnar bjó
hann lengstum í Suður-Frakklandi og lést þar
árið 1987. Með blaðagreinum sínum og rit
gerðum varð James Baldwin einn beittasti og
dáðasti baráttumaður fyrir mannréttindum
og mannvirðingu svartra Bandaríkjamanna
fyrr og síðar. Hann varð eftirsóttur ræðu
maður á fjöldafundum og í háskólum og
birti fjölmargar ritgerðir í blöðum og tíma
ritum sem skömmu seinna rötuðu á bækur.
Þá sendi hann alls frá sér sex skáldsögur um
dagana. Á samfélagsmiðlum gengur arfleifð
hans einnig í endurnýjun lífdaga en með
gáfum sínum, mælsku og innsæi snertir hann
enn hug og hjörtu nýrra kynslóða.
Öld er liðin frá fæðingu rithöfundarins
James Baldwins og af því tilefni kemur í
fyrsta sinn út þýðing á skáldverki eftir hann
á íslensku. Herbergi Giovanni kom fyrst út í
Bandaríkjunum árið 1956 og segir frá David,
Bandaríkjamanni í París. Söguhetjan verður
ástfangin af ítalska barþjóninum Giovanni
og flytur inn til hans í agnarsmátt leiguher
bergi í París. Þetta litla og táknræna rými
færir þeim ómælt frelsi en þar takast þeir
líka á við ómælda skömm og sjálfshatur.
Sagan er öðrum þræði ómetanleg heimild
um samkynhneigðar ástir á öndverðri 20. öld
og er nú talin til merkustu skáldverka heims
bókmenntanna.
Þýðandi sögunnar, Þorvaldur Kristinsson,
hefur líkt og Baldwin lagt mannréttindabar
áttu lið í nær hálfa öld. Í tíu ár var hann for
maður Samtakanna ‘78, forseti Hinsegin daga
í Reykjavík í tólf ár og ritstýrði Tímariti
Hinsegin daga á þeim árum. Hann er bók
menntaritstjóri að ævistarfi en hefur auk
annars ritað þrjár ævisögur og hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin 2008 í flokki fræði
rita fyrir eina þeirra. Við spurðum Þorvald
hvenær hann hefði fyrst kynnst ritverkum
James Baldwins.
„Ég settist í háskóla í Bandaríkjunum haustið
1970 og bæði þar og eftir heimkomuna urðu
ýmsir kunningjar til að vekja athygli mína
á ritgerðum hans, enda var mannréttinda
barátta svartra í Bandaríkjunum í voldugri
sveiflu á þessum árum. En Herbergi Giovanni
las ég fyrst í Kaupmannahöfn, þá þrítugur,
rétt eftir að ég horfðist í augu við það hvar
ástríðan lá, og það var fyrir hvatningu fyrstu
vinanna sem ég eignaðist í hópi danskra
homma. Síðar las ég svo eitt og annað eftir
Arfleifð James Baldwins –
100 árum fagnað
Giovanni’s Room í íslenskri þýðingu
Guðrún Úlfarsdóttir
Baldwin, tvær af skáldsögum hans sem
frægastar eru og margar af eldri ritgerðum
hans.
Undir lok aldarinnar fann ég skýrt til þess að
skáldverk Baldwins nutu ekki sömu athygli
og áður. Það var hljótt um hann utan hins
akademíska bókmenntaheims síðustu árin
sem hann lifði og eftir að hann lést, 1987.
Þetta átti síðan eftir að breytast á nýrri öld,
ekki síst þegar hreyfingin Black Lives Matter
varð að veruleika árið 2013. Þá reis hann
upp frá dauðum ef svo má segja, andlegur
leiðtogi í baráttu okkar fyrir mannréttindum
og mannvirðingu.“
Þetta er átakamikil bók og dramatísk, ekki síst
lýsingar skáldsins á skömm. Hvernig leið þér
eftir fyrsta lestur, hvernig var að lesa þessa sögu í
samfélagi sem var statt á allt öðrum stað og svo við
núverandi aðstæður?
James Baldwin, 1974