Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 37

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 37
37 heldur hernámið og sprengjuregn ísraelska hersins. Hinsegin fólk í Palestínu getur ekki barist fyrir réttindum sínum og inngildingu á meðan hernám Ísraels ríkir og þjóðarmorð er framið á Gaza. Enn fremur hefur ísraelski herinn markvisst beint spjótum sínum að hinsegin fólki í Palestínu og þvingað það með hótunum til njósna og annarra verka.3 Yfirtaka umræðunnar Á Íslandi urðum við greinilega vör við það hversu mikilvæg Eurovison-keppnin er Ísraelum þegar Facebook-hópurinn Israeli- Icelandic conversation var stofnaður í að­ draganda Söngvakeppninnar. Þar hvatti stjórnandi hópsins, sem starfaði fyrir ísra­ elska ríkissjónvarpið KAN, fólk til að kjósa Heru Björk í Söngvakeppninni til að koma í veg fyrir sigur Bashar Murad, sem hefði að hans mati neikvæðar pólitískar afleið­ ingar fyrir Ísrael.4 Á KAN voru einnig sýndir sketsar þar sem Bashar og íslenska þjóðin var gagnrýnd.5 Í umræðum á samfélagsmiðlum mátti svo sjá hvernig áróður síonista hefur náð inn í íslenska umræðu. Reglulega mátti sjá því fleygt í umræðuþráðum á netinu að í Palestínu væri hinsegin fólk drepið eða því fleygt fram af húsþökum sem einhvers konar réttlætingu á sprengingum og hernámi ísra­ elska hersins — og þar með réttlætingu á þátttöku Ísraels í Eurovision. Ísrael væri líka eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Sannleikurinn er sá að Ísrael er aðskilnaðar­ ríki þar sem mismunandi lög gilda fyrir mismunandi þjóðfélagshópa.6 Það er ekki lýðræði. En áróðurinn, með hjálp bleik­ þvottarins, hafði greinilega náð til hluta „Veit þetta fólk hvað er gert við þeirra líka í Palestínu?“ -Virkur í athugasemdum Eurovision 2024 verður minnst fyrir allt annað en glimmer, gleði og fögnuð fjöl­ breytileikans. Keppnin hefur hingað til reynst gríðarlega mikilvæg fyrir hinsegin fólk víðs vegar um álfuna, og þá sérstaklega í löndum þar sem sýnileiki okkar er skertur dagsdaglega. Það fylgdi því ákveðinn tregi að fylgjast með forsvarsfólki Eurovision réttlæta þátttöku Ísraels í keppninni, ári eftir að Rússum var meinuð þátttaka. Reiðin, óréttlætið og átökin í kringum ákvörðunina litaði keppnina varanlega og erfitt að sjá hvernig hún muni endurheimta traust og trúverðugleika gagnvart stórum hópi lista­ fólks og almennings. Hinsegin Palestínufólk hefur lengi bent á notkun Ísraels á Eurovision til að bleikþvo daglegt og viðstöðulaust ofbeldi gegn palest­ ínsku þjóðinni. Ofbeldi sem staðið hefur yfir í 76 ár.1 Bleikþvottur vísar til þess að nota hinsegin tákn og réttindabaráttu hinsegin fólks til að dreifa athygli frá glæpum og mannréttindabrotum gagnvart palestínsku þjóðinni. Eurovision skiptir miklu máli fyrir ímynd Ísraels að þessu leyti. Forseti landsins hefur látið hafa eftir sér að það sé mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í keppninni.2 Með Eurovision getur Ísrael samsamað sig Evrópuþjóðunum þó að hin svokölluðu „evrópsku gildi mannréttinda“ séu víðsfjarri í aðskilnaðarríkinu Ísrael. Bleikþvottur Ísraels nær líka langt út fyrir Eurovision. Mörg hafa t.d. séð myndir af ísraelskum hermönnum veifa regnboga­ fánum þar sem þeir standa á rústum palest­ ínskra heimila sem þeir hafa nýlokið við að jafna við jörðu. Opinberir samfélagsmiðlar Ísraels hafa m.a. dreift slíkum áróðri (sjá mynd). Með því að reisa alþjóðlegan fána hinsegin fólks yfir gröfum palestínskra borgara er reynt að draga upp mynd af þjóðar­ morðinu sem nauðsynlegri og frelsandi gjörð fyrir hin frjálslyndu Vesturlönd. Samtímis reyna síonistar og bandamenn þeirra að mála Palestínumenn sem ógn við hinsegin fólk með orðræðu sem skrímslavæðir múslima og íslam sem sjálfkrafa and-hinsegin. Helsta ógnin við hinsegin fólk í Palestínu er þó ekki hatur gegn hinsegin fólki í Palestínu, Ekkert stolt í þjóðarmorði eða þjóðernishyggju Hjalti Vigfússon Myndir eftir Nikola Maljković íslensks almennings. Skipti þar engu máli að Bashar er sjálfur samkynhneigður og aug­ ljóslega betur til þess fallinn að tala máli hinsegin fólks í Palestínu heldur en virkir í athugasemdum. Á meðan þau virku fantaseruðu á grafískan máta um það hvað yrði gert við okkur í Palestínu stóð uppi svokallað samstöðutjald á Austurvelli. Flóttafólk frá Palestínu reisti það til að vekja athygli á málstað Palestínu og krefjast þess að yfirvöld beittu sér fyrir því að aðstoða fjölskyldur þeirra, sem voru með samþykkta fjölskyldusameiningu, við að komast burt af Gaza. Í tjaldinu sat jafnan saman hópur Palestínufólks og hinsegin fólks, án nokkurs ofbeldis eða þeirra árekstra sem hinsegin fólk skyldi óttast samkvæmt athugasemdunum. Ekkert stolt í þjóðernishyggju En það er ekki bara í kommentakerfunum sem orðræðan og áróðurinn hefur harðnað. Á Alþingi má einnig sjá hvernig orðræða þjóðernispópúlista hefur færst nær megin­ straumnum og er nú svo komið að við erum ekki lengur stikkfrí frá áhrifum öfga-hægris­ ins. Áhrifum sem við höfum talið okkur blessunarlega laus við lengi, þótt upp­ gangurinn hafi verið mikill annars staðar í Evrópu. Áhrifanna gætir frá vinstri til hægri, í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Eftir að hafa lokið síðasta þingvetri með því að herða útlendingalög verulega hefur dómsmála­ ráðherra boðað að hún muni koma frum­ varpi sínu um „lokað búsetuúrræði“ fyrir flóttafólk í gegnum þingið í haust. Lokuð búsetuúrræði eru fangelsi og ber að tala um þau sem slík. Í frumvarpinu stendur meira að segja skýrum stöfum að meðal starfsfólks „úrræðisins“ verði fangaverðir með heimildir til valdbeitingar, líkamsleitar o.fl. Í raun eru þessir fimleikar dómsmálaráðherra með tungumálið ansi afhjúpandi eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, hefur skrifað um og kallað pólitíska misnotkun tungumálsins.7 Þrátt fyrir að mannréttindasamtök hafi lýst yfir áhyggjum sínum af þessum áformum hafa þau mætt sáralitlum mótbárum flestra flokka á Alþingi og formaður Samfylkingar­ innar m.a. sagst sýna áformunum skilning.8 Í takt við harðari stefnu stjórnmálafólks sjáum við umræðuna harðna. Fyrrverandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.