Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 9

Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 9
Eiöur Helenar Harlow. Hann var samt sein áður öldungis óviðbúinn þeirri sjón er þar mætti lionum. Helen sem var alein inni kraup við nábeð móður sinnar, svo ytirkomin af sorg að hún tók ekkert eftir komu mannsins. „Helen, ungfrú Iiarlow! Hvað þýðir allt þetta?“ sagði hann lágt, Helen leit upp eins og hún ætti sjálf örðugt með að skilja þýðingu þess. Loks stóð hún upp og benti honum þegjandi á líkið. „Eg sé, en hví ert þú hér alein?“ „Og hví svo sem skyldi ég ekki vera hér alein? Hví skyldi kristið fólk ekki fyrirlíta ínig — mig sem barn að alclri og reynzlu var svo heimsk að elska og treysta, hví svo sem skyldi ég ekki vera aflirak heimsins fyrir slíkan glæp?“ sagði hún í málróm þrungnum af sorg og gremju. lieid rötti ósjálfrátt upp hendina og leit á líkið, eins og vildi hann í nafni hinnar framliðnu konu biðja sér og öðrum karlmönnum vægðar. „Nei, nú skal ög segja allt sem mör býr í brjósti," sagði Helen með áfergju. „Ég licfi þagað í öll þessi ár—þagað og bælt niður eldinn sem bálaði í lijarta mínu, eins og eldgýgur í iðrum jarðarinnar hainast og brýst um og sprengir af sér fjötrana. Eldinn sem rangsleitni mann- anna kveikt.i í hjarta mínu, bælcli ég niður vegna hennar sem þarna liggur. En nú er hún farin þangað sem heiftaræði heiinsins nær ekki tii hennar lengur. llún hefir fengið hvíld, en ög—ég—“. Lengra komst hún ekki, því geðshræringin vann svo á liina lömuðu lífskrafta hennar að hún hneig í óiuegin og hefði dottið á gólfið hefði Reid ekki tekið hana. Hahn bar haria yfir að legubekk og settist þar með hana í fanginu. Yfirliðið var víst elcki þungt því Ilelen raknaði bráðlega við og er hún vissi af sör gjörði hún samstundis tilraun til að losa sig. „Vertu kyr, elskan inín,“ sagði Reid lágt en blltt, því honum fannst þögnin svo helg að ekki mætti rjúfa liana, nö mæla í fullum róm þarna í návist dauðans. „Vertu kyr,“ endurtók hann, „því höðan af skaltu ekki liða á meðan þessi hönd endist til að vernda þig“. Var það þá synd, af þessari fyrirlitnu, sorgmæddu, aðþrengdu, ein- stæðings móður að halla sör eitt einasta augnablik að brjósti þess eina inanns sem skildi hana, að líða sjálfrisér að finna þar augnabliks hvíld? Var það undarlegt að mistur dauðans skyggði sein snöggvast á markið er hún hafði sett sér, sjónarhæðina sem hún einsetti sör að ná? Mundi ekki hafa þurft, meira en mannlegan þrótt til að neita sér um slíktf En þessi veikleiki varaði að eins um augnabliks stund meðan liún var að ná sör eftir yfirliðið og þá sagði hún og liálf reis upp því meira leyfðu hennar veiku kraftar ekki: „Nei, nei—!“ „Hér stendur þá all kynlega á. Eg hefi holdið að slíkt ætti sér ein- ungis stað innan lokaðra dyra. Það sannast hör sem oftar, ,að sjaldan lýgur almanna rómur‘“. Þetta var sagt f svo nöprum hæðnisróm fram-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.