Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 14

Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 14
126 arför móður hennar. Þau hjónin gástu tvær nætur hjá Helenu og þótti Lakeside prestunum lftið í það varið. Rétt áður en prestsh jónin kvöddu, kom Reid. Yeik liann prestinum afsiðis, töluðu þeir bljótt um stund, og heyrði He'.en prestinn loíast til að bíða næsta dags í Lakeside og að sfer væri hin me&ta ánægja að verða við bón hans ef á þyrfti að halda. Þegar þau hjón voru farin gekk Reid inn. Sósanna var við mat- reiðslu í eldhúsi, en Helen sat inni með drenginn sinn í knjám s&r. Úr augum hennar mátti sjá bældar tilfinningar, og af samþrýsting varanna staðfastan ásetning sem boðaði Reid ekkert gott. Henni var ekki ó- kunnugt um erindi hans og þó hún væri í engum efa um vilja sinn í því efni, vildi hún samt komast hjá því að gefa honum ákveðið svar í það skifti ef þess væri nokkur kostur og þess vegna hóf hún máls á þessa leið; „Nú skal bg segja yður, herra Reid, hvers vegna ög kallaði þessar tvær konur móðurmorðingja mína. Auðvitað voru þær ekki tvær einar uin það, því ungfrú Shaw og frú Fitzhammer voru einnig í þessu verki með þeim“. „Ó,“ var allt sem Reid sagði, en það kom líka alveg ósjálfrátt og meinti mikið. Helen gaf því engan gaum en hölt áfram: „Tveim vikum eftir að þér voruð hér síðast, kom frú Fitzhammer og með lienni kona er hún 3agði mör að væri frú Granger frá Albright, og lagði s&rstaka áherzlu á síðasta orðið“. „Þessi frú Granger starði svo ósvífnislega á mig að hlóðið steig til höfuðs mör, en móðir mtn hrökk við og brá hendinni yíir hjartað. Eg apurði hvað að henni gengi, hún kvað það snert af taki sem væri þegar lijá liðið. Meðan þessu fór fram reyndi lögmannskonan að lokka Kalla til sín, en liann virtist hræddur við hana svo ég setti liann I kjöltu mína. Þessi Albright kona starði lengi á hann og sagði svo: ,Þessi drengur er ekki vitund líkur manninum mínuin, Addi'. Nú stóð móðir mín upp og hefði vísað þeim á dyr, hefði ég ekki geíið henni bendingu um að láta þær vera, þvi ög vildi komast að erindi þeirra“. ,Eg vissi líka', hélt Albrightkonan áfram, ,að slíkt gat ekki skeð.því hann var mikils til of heiðarlegur maður til að táldraga eina stúlku og vera trúlofaður annari‘“. „Náttúrlega“, sagði Reid háðslega, hann gat ekki hlustað á , þessa sögu þegjandi. ,0, ég sé svo eftir að hafa hreyft þessu, Ella frænka, og gjört eins góðuin manni, eins og maðurinn þinn er, rangt til. Mér hefði aldrei dottið það í hug né hjarta hefðu aðrir ekki stungið því að mér,‘ sagði lögmannsfrúin. ,Ég veit það, Addi. Öllum getur líka yfirsézt. En nú skal ég segja

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.