Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 17

Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 17
 12!) "C== /X -c=> "7\T /X T5 r\ T R Ú , ÚfYíels litla langaði mjög mikið til að eignast reiðhjól. Hann bað for- Q=y eldra sína að gefa sðr það, cn fékk afsvar. Þau sögðu, að honum gæti viljað eitthvert slys til af því að hann væri svo lítill, ef að liann ætti hjól. Þau sögðu honum sögur af mönnum, sem dottið hefðu af reiðhjól- um sínum og beinbrotnað, og jafnvel rotast. Níels yrði að bíða þangað íil hann yrði stór, þá væri hugsanlegt að hann eignaðist hjól, Níels gat ekki beðið. Það var svo langt þangað til hann yrði stór. Fullorðna fólkið segir þetta æfinlega. Af því Nícls var vel vaninn drengur, vissi hann hvert hann átti að snúa sör. Svefnherbergi hans var samhliða sveínherbergi foreldra hans. 0g á hverju kvöldi las hann fallega, stutta bæn, þegar hann var háttaður. Bænin hljóðaði á þessa leið: ,,Nú læt ég augun aftur, ó, faðir kær á hæðuiu. Vernda mig frá synd og sorg og hættum, og láttu engil þinn valca yflr mfer í nótt, eins og hann vaktaði fót minn í dag“. Að því búnu bauð hann foreldrum sínum góða nótt. Þegar Níels var orðinn einn í herbergi sínu, lagði hann á ný saman hendur sínar og bað með hái'ri rödd: ,,Góði, himneski faðir! Gefðu mér hjólhest“. Þannig bað hann kvöld eftir kvöld, og foreldrar hans, sem heyrðu þetta, töluðn sín á milli um það. ,,Guðs vegna ættum við að gefa hon- um hjólhest, svo að hann varðveiti trúna“, sagði móðir hans, „Menn geta þó ekki hætt lífl og limuin trúarinnar vegna“, sagði faðirinn. Loks kom þeim saman um að flaupa þríhjólaðan hjólhest handa drengnum af því hann Væri þó ekki eins hættulegur. I kyrð næturinnar var svo þríhjólinn látinn inn í svefnherbergi Níe'.sar, þannig, að hann yrði það fyrsta scm hann sæi, þegar hann vaknaði. Forcldrar hans biðu þess eftirvæntingarfull að hann vaknaði, og gægðust inn um dyrnar á svefnherbergi hans. Þegar Níels vaknaði, settist hann upp í rúrninu teygði úr sör. Hann neri augun, horfði, og neri svo augun aftur. Svo sló hann hönduin saman og sagði í einlægum örvæntingarróm: ,,En, góði hinrneski faðir! Veiztu þá ekki hvernig hjólhestar eiga að vcra?“ Börnin mín góð!— Þcssi litla saga sýnir glögglega, að tilgangurinn helgar ekki æfinlega mcðalið. Það er ekki lfklegt að þess konar bæn- heyzla, eins og hér er um að ræða, hafi haft hin tilætluðu áhrif. Látið það styrkja yður í þeim sannleika, að ráðvendni til orða og verka er æfhilega fai’sælust. — Yðar einlæg Amma.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.