Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 11
125
„Eg býst við því,“ sagði Ilelen yfirkomin af sorg af þeirri tilhugs-
un að verða svo íljótt að sjá íí bak þeirri einu manneskju sem elskaði
iliana fram í dauðann, hún kraup þá niður við líkbörurnar og grötákaft.
Eeid beið þar til grátur hennar sefaðist nokkuð og sagði svo: ,,A jarð-
•arförin að fara frarn héðan eða frá kyrkjuuni?"
„Héðan. Eg gæti ekki farið til kyrkjunnar til að láta fólkið stara
á mig, sem þá myndi álíta missi minn guðlega hefnd tyrir syndir mín-
ar“.
„Fólk gæti ekki álitið slíkt, þar sem dauðinn er öllum sameiginleg-
ur“.
,,Að vísu, en sjái kristið, sanntráað fólk ástvinum sínum á bak er
það vottur um ástrfki guðs, en komi hið sama fyrir syndarann þá er það
vottur um hegningu frá hinum sama guði, seiu þá á að vera óafiátan-
'dega reiður“.
„Ég hefði haldið að hann hefði þá ástæ.ðu til að vera reiður við sumt
uf' þessu fólki sem kallast kristið ef manngœzka en ekki staða væri mæl-
ikvarðinn. En hvaða prest viijið þér hafa?“
„Engan prest, að minnsta engan frá Lakeside. Fyrst þeir sem þykj -
ast vera þjónar hans er sagði: „svo fordæmi ég þig ekki heldur,“ hafa
þótzt of góðir til áð sjá mig í öll þessi sorga og reynzlu ár, skulu þeir
ekki koma hingað nú“.
„í Gleneove er prestur—vinur minn og skólabróðir, sem ög skal
senda eftir ef þér viljið. Hann er góðnr maður og kristinn í anda og
sannleika".
„Þér meigið hafahvaða prest sem yður sýnistséhannekkifráLake-
side“.
Þegar lieid hafði komist að þessari niðurstöðn fór hanntil bæjarins,
og fékk svörtu Súsönnu til að fara til Helenar og vera hjá lienni fram
yfir jarðarförina. Að þvf búnu ók hann sjálfur til Glencove, þar sem
vinur hans söra Gordon bjó.
Þegar Reid var farinn, tók Ilelen að búa lík móður sinnar undir
greftrunina, vann hún það eins og hvert iinnað skylduverk, þögul og
stillt. Það var ekki fyr en Karl litli sonur hennar vaknaði og spurði
hana gráWndi, hversvcgna amma vaknaði ekki eða hví hún vildi ekki
tala við sig, að hún gat ekki lengur stillt sig um að gráta sárt og lengi.
Það var þungt skylduverk að verða að segja barninu að amma væri dá-
in og hefði þegar talað við það og kysst það í síðasta sinn, en það varð
samt að gjörast.
Móðir Helenar var vel kynnt og átti marga vini f Lakeside allt.
, fram að þeim tfma að sonur Ilelenar fæddist, og jafnvel eftir það hefðu
sumar Lakcside konurnar viljað vera ráðgjafar þeirra mæðgna, hefði
Hclen komið til þeirra eins og iðrandi syndari, því þær voru ekki harð-