Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 13

Freyja - 01.03.1903, Blaðsíða 13
125 ^resrja,- snjóinn lyrir vorsölinni, en meðaumkun með þessari sorgmæddu, ungu nnóður koma í þeirra stað. Ilelen fann til þess, cn hún vissi líka að það var af því, að tveir karlinenn og ein kona úr roð „heldra“ fólksins hafði áður heiðrað hana með nærveru sinni. En einmitt þetta gramdist henni. Hún vildi láta heiminn viðurkenna konuna, seni konu, en ekki af því að einhverjum karlmanni hefði þóknast að siá yfir hana verndarhendi sinni. Á þetta drap hún við prestinn seinna um kvöldið. „Þaö er óumbreytanlegt náttúrulögmál“, sagði presturinn. „Náttúrulögmál?“ endurtók hún í spyrjandi róm. „Já. Guð heflr hagað því svo til að maðurinn fái viðurkenníngu gegnum konuna og konan gegnum manninn. Mynduð þðr vilja láta sjá yður með inanni þeim sem aðrar konur fyrirlitu?“ „Já, ef eg vissi að sú fyrirlitning væri óverðskulduð1'. „Getur verið að þör gjörðuð það. Með yðar sterku i’öttlætistilfinn- ingu munduð þér verða að láta hluttekningu yðar í ljósi á einhvcrn iiátt. En heildin-gjörir það ekki, ella reyndi ekki svo mikið á hugrekki einstaklingsins eins og nú gjörir“. „En hvað á að segja um siðferðiskennara vorra tíma?“ „Níu af hverjum tíu berast með straumnum. Fáir af kennurum fólksins eru leiðtogar, og þessir fáu geta að eins hent fólkinu í áttina, en hvorki stöðvað strauminn nfe veitt honum upp á móti brekkunni, og það þó að fleiri þúsundir troðist undir“. „Er þá nokkur frelsisvon þeim föllnu?“ „Þeir verða að standa upp og berast með straumnum eins og aðrir, eða hafa sig út úr honum — og það gjörir sjálfstæðið, sem ásetur sér að sigra, eða deyja að öðrum kosti“. „Einmitt það sem ög hefi ásett mfer að gjöra, og þó ásakið þör mig fyrir að vera óánægð— —“. „Oánægð? Fyrir að veraóánægð meðþað,að viðurkenningin komi á annan hátt en þér munduð kjósa yður, þó það sö sá eini eðlilegi vegur Nei barn! Ég er alls ckki að ásaka, heldur leytast við að benda yður á hvar þör miskiljið náttúrulögmálið. Þör viljið láta viðurkenninguna koma beina leið frá fólkinu. Ég segi yður að það getur ekki látið sig gjöra“. „Farðu ekki of langt með hana í senn, góði minn. Gefðu henni tíma til að átta sig á þessu, og mun henni þá veita létt að komast að i’éttri niðurstöðu“, sagði prestkonan brosandi við bónda sinn. „Sem verður einmitt sú sama niðurstaða er þér hafið sjálfar komist að“, sagði Helen, sem nú var léttara { skapi en henni hafði lengi áður verið. Þetta samtal átti sér stað að heimili Helenar morguninn eftir jarð-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.