Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 6

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 6
30 FREYJA VII. 2. í heimi IœknisfræSinnar á fyrstu öldum kristninnar, má líkja viö afstööu Hippocratusar á gullaldar tímabili Grikkja. Nú þutu hjúkrunarhús hvervetna upp, en flestar eða allar voru slíkar stofnanir í sambandi viö klaustrin, og nú tóku munk- arnir að lesa kenningar þeirra Hippocratusar og Galens. Allar voru stofnanir þessar ófullkomnar í mesta máta og meöferðin á sjúklingunum sorglegt sambland af virkilegri lœknisfræði og hjá- trúarfullum klerkakreddum. I þessa daga stóðu Gyðingar flestum öðrum þjóðum framar í menntunarlegu tilliti, enda tóku nú lærisveinar af þeim þjóðflokki aö leggja læknisfræöina fyrir sig, sem vísindi og kenndu hana þannig. Þeir stofnuðu skóla í Salerno á Italíu og annan í Mont- pellier á Frakklandi og stuðluðu þeir mjög að útbreiðslu þessarar vísindagreinar um hinn siðaða heim þeirra tíma. Ætla má að á- hrif þessara skóla hafi átt mikinn þátt í því, að hið fjórða Róm- verska kyrkjuþing var haldið á þrettándu öldinni, því eitt af á- kvœðum þess, var að fyrirbjóða lœknum að gefa sjúklingum lækn- islyf, nema með samþykki klerkastéttarinnar. Forsprakkar kyrkj- unnar gengu jafnvel svo langt í fjandskap sínum gegn vísindum, að bannfæra alla þá, sem vísindi stunduðu og kalla þá kuklara og guðleysingja. Þaðan er sá málsháttur kominn, að hvar sem þrír læknisfrœðingar séu saman komnir, séu í það minnsta tveir guðleysingjar. Það er óþarft að benda á fjarstœðuna í þessu, því allir vita, að því vitrari sem maðurinn er, því nœr stendur hann skapara sínum, og að fullkomið samrœmi eigi sér stað milli sannra vísinda og sannrar trúar. Nú hefst nýtt tímabil í sögu lœknisfrœðinnar. Nokkrir héldu því fram, að guð hefði þannig merkt vissar plöntur, að þœr með lit eða lögun gæfu til kynna læknishæfileika við ýmsum sjúkdóm- um. Þannig átti t. d. planta sú er líkist lifrinni, að eiga við alls- konar lifrarveiki, önnur planta, sem á blöðunum hafði blett, sem líktist manns-auga, átti við augnveiki, einnig átti bjarndýrafeiti að lækna hárrot og hárleysi. Var það byggt á því, að fita af dýri, sem frá náttúrunnar hendi væri svo loðið, hlyti að hafa hárauk- andi áhrif á aðrar skepnur. Einnig átti gul-leitt blóm eða jurt við guluveiki o.s.frv. Þessi nýja læknisfræði innleiddi þá lækninga-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.