Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 8

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 8
8 FREYJA VII. i. áræSí tíl að gefa út bók, sem gekk út á að sanna, að ,,djöfulœði“ vœri ekkert annað en brjálsemi. Arið 1763 gjörðu Frakkar þann- ig lagað lagaákvœði, að það sem þangað til hefði verið álitið djöf- ulæði, skyldi þaðan í frá álítast sjúkdómur, og skyldu allir, sem af honum þjáðust upp frá því, sæta viðeigandi meðferð, sem aðrir sjúlklingar. STÓRVIRKI 19. ALDARINNAR. Það var ekki fyr en á 19. öldinni að lœknisfræðinni og vin- um hennar tókst að losa hana með öllu undan yfirráðum kyrkj- unnar, og átti hún það aðallega að þakka umbrotum þeim, sem settu hugsunarfrelsi, málfrelsi og prentfrelsi á laggirnar ásamt al- þýðlegra stjórnarfyrirkomulagi í hinni nýju hálfu heimsins, og fluttust með áhrifum hennar til annara þjóða. Lœknisfræðinni hefir miðað meira áfram á þessari síðustu öld, en á hverjum fimm öldum á undan henni, bœði að því er snertir þekkingu á sjúkdóm- um og meðférð þeirra. Er bacteríufræðin og X-geislinn, sem gjörir manni mögulegt að sjá í gegnum líkama mannsins, aðeins Iítið sýnishorn af hinum stórkostlegu framförum sem lœknisfrœðin hefir tekið á 19. öldinni. En eitt af því allra merkilegasta og eftirtektaverðasta, sem þessi langvinna barátta hefir kennt heiminum, er það, að einungis í þeim vermireit, sem framleiðir hugsunarfrelsi, málfrelsi, prent- frelsi og athafnafrelsi geti vísindaleg læknisfræði þrifist og blómg- ast. Og að sú þjóð sem nýtur þessarar blessunar —á þann vermi- reit, sem framleiðir þessa blessunrríku ávexti í ríkulegustum mœli, verður œfinlega fyrst til að þekkja leyndardóma náttúrunnar, og til að hagnýta þá þekkingu mönnunum til farsældar. (Lauslega þýtt úr ,,Munsey“.) Sá sem ckki getur hugsað, er heiinskingi. Sá, san ekki vill hugsa. er hjátrúar-asni. Sd, son ekki þorir að hugsa, er heygull. SlK WlLLIAM DRUMMOND.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.