Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 3

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 3
VII. 2. FREYJA 2 T Lœknisfræðin og óvinir liennar. —cftii-- John H. Girdner M. D. ^ngin grein vísindanna hefir átt viö jafn volduga óvini að stíöa, eins og læknisfrœðin, einmitt sú vísindagrein, sem öllum öðr- um fremur miðar til að bæta kjör mannanna og lengja og farsœla líf þeirra. A öllum tímabilum sögunnar hafa menn, sem hneigðust að stjörnufrœði mátt horfa á stjörnurnar, þegar himininn blasti við þeim í heiðbláma sínum, án þess að þurfa að standa nokkrum reikning af þeirri iðn sinni, sama má segja um þá, sem hneigðust að grasafrœði, að þeir gátu óhindraðir satt þá tilhneiging sína. En læknisfrœðin, sem aðallega byggist á nákvœmri þekkingu á líkama mannsins, hefir verið synjað um þessi afar nauðsynlegu skilyrði og þess utan mætt uppihaldslausri mótspyrnu. Bœði fyrir og eftir Krists daga, og allt fram undir vora daga hafði hjátrú, hleypidóm- arog trúarlegur ótti við dauðann svo mikið vald yfir mönnum, að líkskurður var ekki einungis álitinn gagnstæður öllu velsæmi, held- ur og bein synd gegn guði. Menn drápu hvorir aðra í þúsunda- tali á vígvellinum, þó máttu þeir, sem læknisfræðina stunduðu, ekki einusinni fá þessi lík, sem þannig til féllu, sér og fræðigrein sinni til uppbyggingar. Það var ekki fyr en 1615 e. Kr. að hin afar auðskilda hring- ferð blóðsins var þekkt. Þessi uppgötvun dr. Harveys var þó fyrst gefin út á prent 12 árum seinna. Um það segir einn af merkustu sagnariturum þeirra tíma: Afleiðingarnar vcru þess eðlis, að fæla dr. Harvey frá að opin- bera nokkrar fleiri uppgötvanir í þá átt í bráðina og fyrir þetta tiltæki fóru margir sjúklingar hans frá honum. Þegar líkneskjusmíði og listir stóðu í mestum blóma hjá Grikkjum og Rómverjum, vissu listamennirnir sjálfir ekkihið allra minnsta um byggingu eða næringu handarinnar, sem framleiddi listaverkin. UPPRUNI LÆKNISFRÆÐINNAR. Egyptum er tileinkaður sá heiður, að hafa fyrstir manna gjört tilraun til að komast fyrir upptök sjúkdóma, skilja í þeim og reyna

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.