Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 1

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 1
 VII. BINDI. SEPTEMBER 1904. TÖLUBLAÐ 2. Til íslands. KveÖiÖ áriÖ 1904. —:o:— Vér elskum þig, fóstra, með ísi krýnda brá og undra sagna fjöld,— hinn ástarljúfa blæsvala fjöllum þínum frá,— þín fögru sumarkvöld. Vér unnum þér, fjalldís, meö enni sögum skfáð og ógnum þrunginn fald. Sem frelsisverðir skýla þér hafið stormum háð og heiðblátt stjörnutjald. Þar hátt j'fir glóðsölum hvílir jökull gljár,— að himni reisir tind. En djmstraum þinna holæða drekkur kaldur sjár frá dals þíns meginlind. Á vetrum þar brimgýgur svalan kyssir sand, og svellur koldimm hríð. Á sumrum gyllir röðullinn lagarflöt og land, þá loga blóm í hlíð. Á vetrum er fjallmúr þinn hulinn hvítum snjá, og hrími þakin grund.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.