Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 14

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 14
FREYJA VII. 2. 38 Baxnaliió. Unga hetjan i Harlaam. Snemma á söguöld Niöurlanda faeddíst drengur í borgínni Harlaam á Hollandi. Er borg sú frœg fyrir bardaga og brigðula gœfu ekki síður en verksmiðjur og nytsamar uppgötvanir á friðar- tímum. Faðir þessa drengs var hliðvörður, en svo voru þeir menn nefndir er höfðu það starf á hendi, að loka og opna hlið þau, sem eru með vissum millibílum við inngang skurðanna og varna hættu þeirri sem staðnum gœti verið búin, þegar sjávarflöt bæri hærra en landið. Þegar vatnsþurð er, hleypir hliðvörðurinn vatninu inn eftirþörfum, en lokar œfinlega að kvöldi, ella mundí fylla skurðina og flœða svo yfir land allt. Á Hollandi veit jafnvel hvert barnið hversu áríðandi störf hliðvarðarins eru. Þegar dreng- urinn var átta vetra gamall bað hann eitt «inn um leyfi til að fœra brauð, blindum manni og bláfátækum sem bjó hinumegin við sík- ín. Faðir hans leyfði honum að fara, en bað hann að vera ekkí lengí. Drengurinn hét því, og fór svo sem leið lá til blinda manns- ins með brauðið, og neytti hann þess með þakklátsemi. Drengur- inn mundi eftir fyrirskipan föður síns, beið því ekki eftir sögu hjá gamla manninum eins og hann þó var vanur, heldur fór samstund- ís heim er vinur hans hafði neytt brauðsins. Þegar drengurinn fór fram hjá skurðunum, sem voru fullir af vatni, því þá var komið fram í október og haustrigningarnar höfðu aukið vatnavöxtinn, staðnœmdist hann til að safna bláu smáblóm- unum, sem hún móðir hans hafði svo miklar mætur á, og sönglaði með barnslegri gleði gamanvísu fyrir munni sér. Smátt og smátt minkaði umferðin á alfaraveginum, og bráð- um heyrðust hvorki gleðióp þorpsbúans á leíð heím í kotið sitt, né hróp ökumannsins til hestanna, og lilti drengurinn sá nú lit blá- fjólanna, eins og renna saman við lit jurtagróðursins umhverfis hann. Hann leit þá í kring um síg hálf skelkaður og sá að kvöld var

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.