Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 10

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 10
34 FREYJA VII. 2. JAPAR ÆTTBRÆÐUR NORÐURÁLFUMANNA. ,, NorStnenn eru þeir svo sein vér eruni. “ Hugmyndir manna um Japa* hafa gjörbreyzt í flestum grein- um á síöasta aldar-þriöjungi. Og nú er aö ryöja sér rúm meðal frœðimanna sú skoðun, aö Japar séu ekki rétt-taldir til Mongóla, heldur til hvítra manna kyns. Vér sleppum hér að minnast á, að frakknesk blöð halda því fram, að Japar séu afkomendur einnar innar týndu kynkvísla Gyðinga, er hafl fluzt frá Medíu anstur nm Eufratsskörð og austnr um þvera Asíu. Enska hlaðið St. James Gazette er á þessu máli, og færir til ýmis rök af siðum og trú Japa þvf til stuðnings. Musterum þeirra séskift í helgi- dóminn og ið allra helgasta, eins og hjá Gyðingum, og Japar hafl þar „örk“ inni, eins og sáttmáls-örkina Æðstu-prestar þeirra séu skrýddir alveg eins og æðstu-prestar Gyðinga. Þeir fórni ósýrðu brauði og sætu víni og frumgróða jarðar, hátíðir þeirra helztu beri upp á sama tíma og Gyðinga, Og helgisiðir þeirra séu alveg inir sömu. Meira leggjum vér upp fir svo tilkomumikilli heimild eins ogenska blaðinu Spectator. Það segir injög svo efasamt, hvort það að kalla Japa Asíuþjóð, sé ekki f raun réttri að hyija sannleikann í óákveðn- um eða villandi orðum. Það blað bendir á, að öll þjóðleg menntun Japa sé sérstakleg og all ólík allri Asfu-menntun, þeir hafl um langan tíma haft lénsstjórnar- skipulag eins og Norðurálfumenn höfðu. Listir þeirra, þjóðsögur og stjórnarhugmyndir hafl, þegar Norðurálfumenn kyntust þeim fyrst, verið alls ólfkt því er til var hjá nokkurri annari austurlanda þjóð. Það sé örðugt enn, að ákveða uppruna þjóðarinnar, en flest bendi á, að uppruni þeirra sé blandinn, og að Iíkindum eins mikið f þeiin af blóði hvítra manna eins og Asíuþjóða. Sterkast mælti blaðið Pétursborgar-tiðindi im þetta mál, Segir engan efa geta á því leikið, að Japar séu arisk (indó-európsk) þjóð, þrátt fyrir nokkra blóðblöndun af Mongóla og Malayja kyni, sé þó á allri þjóðinni um allt land skýrust einkenni ariska flokksins. Langhrein- ast sé ariska kynið í aðalsættunum og keisaraættinni. Margir Japar * Japar er léttara en ekki réttara nafn á þjóðinni á voru máli en Japanar.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.