Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 17

Freyja - 01.09.1904, Blaðsíða 17
VII. 2. FREYJA 41 „4. Að sjálfstjórn á heimilinu og í ríkisheildinni sö óaðskiljan- legur og óneitíinlegur erfðaréttur sérhverrar uppvaxinnar skynbærrar veru, og med því að neita konunni um þessi sameiginlegu réttindi haíi henni verið misboðið bæði frá hagfræðislegu, féfagsfræðislegu og stjórn- fræðislegu sjónarmiði, og að það hafi beinlínis margfaldað þann hag- fræðislega glundroða og ókyrleik, sem nú eigi sér hvervetna stað í heiminum. ,,5. Sérhver sú stjórn, sem leggurskatta, á kvenn-borgara sína og heimtar af þeim hlýðni við lög sín, án þess að gefa þeim rétt til að samþykkja eða andmæla þessum sköttum og lögum,—rétt, sem allir karl-borgarar hennar hafa,—stjórni þeim með ofbeldi og kúgun—gagn stætt öllu rétrlátu stjórnarfari. „6. Að atkvæðisrétturinn sé hið eina rétta og varanlega meðal til að tryggja réttindi, iíf, frelsi og framtíð einstaklingsins, eins og fram- tekið í frelsisskrá Bandaríkjanna og viðurkennt ómótmælanlegt af öll- um siðuðum þjóðum. Þess vegna ættu konur að haf full pólitísk rétt- indi.“ Þetta þing lét einnig ákveðið og afdráttarlaust í ljósi skoðun sína á vissum stofnunum sem þrífast undir verndarvæng ríkisins, þar sem systur þeirra verða að ambáttum siðspilltra manna, og lifa hryllilegra og viðbjóðslegra lífi en nokkurstaðar á sér stað í siðlausu Afríku, eða ut' an siðmenningarinnar. Nei, jeg vil ekki meira frelsi en jeg hefi! ,,Eg vil ekki meira frelsi enég hefi,“ sagði kona ein íslenzk, þegar lienni var sýnd Freyja og skýrt frá stefnu hennar. Sama hafa margar aðrar konur sagt — kormr af öllum þjóðum, á öllum stigum, með allra handa skoðunum. Þess vegna hefi ég og þú, sem finnum að „skórinn kreppir að fætinum" ekki fengið rneira frelsi. ,,Hans blóð komi yfir oss og börn vor,“ hrópuðu Gyðingar forðum. Ut á fávizkusynd foreldra sinna hafa saklaus börnin einatt orðið að drekka í þriðja og fjórða lið. Arfleifð þeirra hefir svo sorglega oft ver- ið ,,þræls blóð úr feðranna æðum,“ eins og kemur fram í þeim hugsun- arhætti er framleiðir samskonar svör og hið framanskráða. Það var einusinni vottur um ókvennlegheit að vilja menntast og

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.