Freyja - 01.09.1904, Qupperneq 1

Freyja - 01.09.1904, Qupperneq 1
 VII. BINDI. SEPTEMBER 1904. TÖLUBLAÐ 2. Til íslands. KveÖiÖ áriÖ 1904. —:o:— Vér elskum þig, fóstra, með ísi krýnda brá og undra sagna fjöld,— hinn ástarljúfa blæsvala fjöllum þínum frá,— þín fögru sumarkvöld. Vér unnum þér, fjalldís, meö enni sögum skfáð og ógnum þrunginn fald. Sem frelsisverðir skýla þér hafið stormum háð og heiðblátt stjörnutjald. Þar hátt j'fir glóðsölum hvílir jökull gljár,— að himni reisir tind. En djmstraum þinna holæða drekkur kaldur sjár frá dals þíns meginlind. Á vetrum þar brimgýgur svalan kyssir sand, og svellur koldimm hríð. Á sumrum gyllir röðullinn lagarflöt og land, þá loga blóm í hlíð. Á vetrum er fjallmúr þinn hulinn hvítum snjá, og hrími þakin grund.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.