Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 3
VII. io. FREYJA 221. sína. Þegar hann eltist var honum trúaö fyrir áriðanöi störfum. Varö eitt heirra til þess, aö hann fór að taka þátt í peningaverzlun og grœddi og tapaði þá $60,000 (sextíu þúsundum) áöur en hann var 17 ára gamall. A þeim tíma. h iföu húsbændur Lawsons á hendi fjármál fyrir *Cincinnati-Sandu«ki og Cleveland brautar félagið og var Sloane þingmaöur forseti félagsins. En einn dag kom þaö upp að Sloane hefði tekiö ö!l skuldabréf og skjöl félagsins, haft þau með sér út á jakt sína og siglt með allt saman til Canada. Nú var farið að semja við Sloane og \a" Lawson sendar af hendi þeirra félaga Stehpens og Amorw Vissi hann því um samninga alla. En er hann kom heim til Boston notaði hann sér þetta og myndaði félag með mörg- um kunningjum sínum og keypti skuldabréf járnbrautarfélagsins, er höfðu fallið úr $56 og ofan í $3. Seldu þeir svo aftur skuldabréf sín fyrir $í6 og græddu við það stórfjé. Hið fyrsta sem Lawson gjörði við gróða sinn var að kaupa sér tvo brúna gæðinga og léttivagn. En nœsta ár tapaði hann þessum 60 þúsundum á skulda- bréfa kaupum og stóð aftur félaus uppi. En samt hélt hann áfram að verzla. Og þegar hann var 21. árs gamall þá var hann orðinn felagsstjóri í mörgum félögum, og búinn að mynda hlutafélag til að prenta farseðla. Fleiri uppgötvanir gjörði hann þá einnig. Næst eignaðist hann mikinn hlut í prentfélagi einu í Boston, en það fór á höfuðið og dróg hann með sér. Hann tókst á hendur að vera forseti þess og lagði óspart fé til, því að í fyrstu hélt hann að félagið borgaði sig vel. En þegar hann tók við stjórn þess þá sá hann, að það var gjörsamlega gjaldþrota og öll skjöl í mestu ó- reglu. Reyndi hann þá fyrst að reisa það við og með frábœrri at- orku og hyggingum kom hann því svo á veg að það fór að borga sig, en fékk við það marga óvini og mikils máttar, og komu þeir félaginu loks á kaldan klakann. Er sagt aö Lawson hah þá lagt í 'sölurnar allar eigur sínar 150—-200 þúsund dollara til að bjarga fé- laginu og að auki skrifað undir skuldbindingar að borga miklu meira. Voru þá skuldheimtumenn félagsins, sem áttu hjá því um 125 þúsund, svo veglyndir, að þeir buðu l.awson að leysa hann frá öllum skuldbindingum sínum, því að þeir vissu vel að hann

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.