Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 11

Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 11
VII. 9- FRE\ JA 229. aö því sem rœöukonan hefði sagt, heldur því sem hún hefði ekki sagt. ,,Þó hún málaði svartar m\ndir voru þœr ekki nægilega svartar, þó hún málaði þær með litum sorgarinnar, náði hún þar ekki dýpi sorgarinnar, og við sumu snerti hún of lauslega. Herra Wardin kvartar um lausar ástir—of auðfenginn hjónaskilnað. Vit- ið þér ekki að hjónaskilnaður er mögulegur einungis þeim ríku eða efnuðu? Fyrir þá eru hjónaskilnaðarlögin,eins og öll önuur lög, og þó þeir kunni óþarflega oft að nota sér þau hlunnindi, er staðhœf- ing síðasta rœðumanns viðvíkjandi því atriði ósönn, því hjóna- skilnaðarlögin hafa í sér fólgin kvala verkfæri, sem hver tilfinninga næm kvennleg kona veigrar sér við að ganga í gegnum. Konan þarf inn í réttarsalnum að leysa úr öllum þeim spurningurn sem hver tilfinningalaus, stráksleg lögmannsdrusla getur upphugsað ti! að sœra hana með, frammif}rir jafn strákslegum og tilfinningar- lausum áhorfendum. Slík aðferð er verri en hin djöfullegasta kvala- pressa, sem upphugsuð hefir verið til að kvelja með líkamann, og það er víst að engin kona grípur til slíkra úrræða nema hún sé til þess knúð af enn þá djöfullegri öfium. Allt sem henni er heilagt er þar snortið saurugum höndum, af hástóli kvennlegrar tignar er henni varpað niður í djúp viðurstyggðarinnar og henni hrundið úr félagsskap heiðarlegs fólks. Hún verður að skotspœni allra lasta og það barn sem kall^r slíka konu móður, er af þjóðfélaginu fyrir- litið fyrir þá einu synd, að vera hcmuir barn. Sé þetta barn dreng- ur, getur það með tímanum átt uppreisnar von. En sé það stúlka mun það finna veginn til mannvirðingar hálan og brattaa. Með hvaða tilfinningum mundi tiifinninganœm kona segja frá öllum þeim hörmungum, sem hún hefir liðið, hversu hún hefir grátið sviknar vonir og kviðið komu hans, sem átti hana með sál og lík- ama — í réttarsalnum fullum af háðslegum andlitum. Nei, hún og þær.þúsundum saman.vilja þúsundsinnam heldur deyja, og það hafa þær gjört og það halda þœr áfram að gjöra svo lengi sem mað- ur kaupir konu, eða kona er manni gt’fin, þœr sem ekki verða.áð- ur brjálaðar. En fólkið skilur ckkcrt í þessu, þegar heimilin eru svo góð, eins og þau sumstaðar sýnast og börnin svo mörg—en þó hún sé heilsulítil eða heilsulaus.dettar engum í hug,að það standi í ueinu sambandi við hvað börnin eru mörg. Sumstaðar er og ó-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.