Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 5

Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 5
VII. 9- FRE\JA 223. þess var að menn græddu feyki mikiö fé á koparhlutum, og; haföi haan dálítiö fengist viö að verzla meö þá. En eins og margt ann- að sem Lawson snerti, þá var það af tilviljun aö hann tók að fást við verzlun þeirra. Það var dag einn fyrir eitthvað 10 árum að Lawson stóð við fréttaþráðsborðið í skrifstofunni sinni, að fregn- riti nokkur, bezti vinur hans, kemur til hans og segir: ,,Thomas, ég heyri það sagt að þeir ætli að fara að loka [hætta að vinna í] Butte og Boston námunum. Og ég held að það sé hið arðsamasta verk, sem þú getur gjört, að hleypa hlutum þeim niður. Ef þú gjörir þaö sem þú getur, græðir þú stórfé. “ Lawson spyr hann hvort hann sé nokkuð við það riðinn, en hann neitar því. Biður hann svo kunningja sinn að afsaka sig nokkrar mínútur, gengur að telefóninum og segir umboðsmanni sínum að selja í gríð þessa hluti, Áhlaup hans á hlutabréf í námum þessum hleypti öllu í upp- þot í Boston. Butte og Boston félögin réðust á hann og sögðu sög- una um að námunum yrði lokað, lýgi eina. En það varð þó innan skamms að námunum var lokað. En Lawson skrúfaði hlutabréfin úr$i6 og ofan í 75 cents. Svo keypti hann þar til hann átti um- ráð yfir 200,000 hlutum og var það meiri parturinn og réði þá Lawson öllu í félaginu. Upp frá því fóru hlutir þessir að hœkka í verði og veturinn 1900 var verðið á hverjum hlut orðið $1x6. (Hundrað og sextán dollarar.) Vorið 1901 var myndað úr þessu félagi: ,, Amalgamated Copper Company, “ með $ x 5 5,000,000 dollara höfuðstól. Upp frá þeim tíma að Lawson gjörði áhlaup þetta á Butte og Boston hlutina fór vegur hans að vaxa og það ákaflega skjótt. Nú á hann einnig Trinity kopainámana í Californíu með $6,000.000 höfuðstól, og hafa óvinir hans oft gjört áhlaup á hlutaeign þá. I nóvember í vetur voru hlutir í henni 18ýá og höfðu hækkað síð- an í Marz mánuði úr 3)^. Nú hafa hlutir þess [í janúar] selzt fyrir 8 dollara hver og eru að hækka þegar þetta er skrifað 3. febr. og eru nú seldir á I2$ú. Menn þykjast vita að Lawson á meiri part hlutanna og rœður hann alþýðu að kaupa þá því að þeir muni hækka upp í 40. Framan af var Lawson hinn lang sterkasti björn á marðaðin- um. Það var eins og einhver meðfædd hvöt segði honum hvenær

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.