Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 21
VII. 9. FREVJA 239. sömu sorg?“ , ,Annari móöur!“ endurtók veslings móöirin, og sleppti óöar blómunum. „ Hér eru augu þín, “ sagöi Dauöinn. „Eg veiddi þau upp úr vatninu, þau ljómuöu skært niöri á botninum. Eg vissi ekki aö þú œttir þau. Taktu viö þeim—þau eru fegurri en nokkru sinni áöur—og líttu ofan í þennan brunn. Ég skal nefna nöfn blómanna sem þú ætlaðir aö slíta upp, og þá séröu hvað þú hefðir eyðilagt. “ Hún leit rn'öur í brunninn. Það var yndi að sjá hversu tilvera annars varð heiminum til blessunar, og ánægja og gleði stafaöi af því. Hún sá einnig œfiferil hins, en hann samanstóð ekki af öðru en sorgurn, allsleysi og eymd. „Hvorttveggja er guðs ráöstöfun! “ sagði Dauðinn. ,,Hvert blómanna var hið ógœfusama og hvert þeirra var hið gœfusama?“ spurði hún. ,,Það segi ég þér ekki, “ svaraði Dauðinn. ,,En það skal ég segja þér, að æfiskeið annars blómsins er æfiskeið barnsins þíns. Það var framtíð barnsins þíns sem þú sást—forlög einkabarns þíns. “ Þá hljóðaði móöirin af ótta. ,,Hvert þeirra var barnið mitt? Segðu mér það! Frelsaðu sak- laust barnið! Forðaðu barninu mínu frá allri þessari eymd! Taktu það heldur! Flyttu það til Guðsríkis! Gleym grátbænum mínum og tárum og öllu sem ég hefi gjört!“ ,,Ég skil þig ekki, “ sagði Dauöinn. ,, Villt þú fá barnið þitt aftur eða á ég að fara með það til staðarins ókunna sem þú ekki þekkir?“ Þá fótnaði móðirin hördum, féll á kné og bað til hins al- góða guðs. ,, Bœnheyr mig ei þegar ég bið gagnstætt þínum vilja, því þinn vilji er ætíð beztur! Bænheyr mig ei! Bænheyr mig ei!“ Höfuð hennar hné niður á brjóstið og Dauðinn fór með barnið hennar til ókunna landsins. Þýtt af J. K. SlGURGEIRSDÓTTUR. Staka. Freyðir alda’ á unnarsteinum eyðast taídir, þeir og sneiðast, leið er faldin munar meinum, marga kaldi, er um hana leiðast. Myrrah.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.