Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 23
VII.
9-
FRElf JA
241.
Já, svo var þaö búiö, á sál hans skugginn þinn
í svörtum rúnum vitnar um ástaleikinn sinn,
þó saknar hann þín ávalt, því ástin hún er blind,
sú ástasæla ei fyrnist, sem barst og dó í synd.
En skildi ég þig ekki—var ást þín bara tál
sem ástaþrá kynnti í ’hans brennandi sál,
sem fyrir þig kveikti á kyndlum anda síns
er kulnuðu’ að lokum við ísberg hjarta þíns?
Já, skildi ég þig ekki—ég skil þig ekki nú,
og skilið að líkum mig aldrei hefir þú.
Ég hélt samt að þú ættir þér góöa, göfga sál,
þó gleptist hún í svipinn við freistinganna bál.
En héðan hvert sem fer þú um lög eða lönd
mig langar að rétta þér sáttafúsa hönd.
En meðan ég lifi þá skyggir skugginn þinn
á skágeisla Ijóssins sem berast til mín inn.
Urðuh.
SKRÍTLUR.
Kennarinn skrökvaði. Faðirinn sér son sinn, sem er ný-
lega farinnað ganga á skóla, halda héranum sínum upp á eyrunum
og segja: ,,Hvað mikið er sjö sinnum sjö?“
,,Ó, ég vissi að hann gat það ekki, “ hélt drengurinn áfram.
,,Hér er samt annað dæmi: Hvað mikið er sex sinnum sex?“
,,Hvað ertu að gjöra við hérann þinn, Villi?“ spurði nú faö-
irinn.
Villi fleyðgi.héranum sínum frá sér og sagði einungis. , ,Ég
vissi að kennarinn laug að okkur. “ ,,Hvað áttu við barn?,, spuröi
faðirinn. ,,Ó, hún sagði okkur 1' morgun að hérar væru hraðari í
margföldun en allir aðrir.
Henni kom þAÐ ekrert viÐ. Þér verðið að borga tyrir þenna
dreng, frú mín góð, “ sagði farbréfa-agentinn við konu eina á járn-
brautarlestinni.