Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 17
a, r n. si 3s: r o
MÓÐIRIN.
EFTIR
H. C. Andersen.
. —o —
Móöirin sat sorgbitin hjá litla barninu sínu ;—sorgbitin, af því
það var svo veikt, aö hún óttaöist um líf þess. Litla andlitiö var
náfölt, augun lukt og andardráttur þess líktist djúpum stunum, svo
móöirin varö œ hrasddari og hræddari um það.
Þá var bariö at5 dyrum og inn kom gamall maöur ög hrumur,
sveipaöur dýrsfeldi miklum, enda veitti hónum ekki af, því þetta
var um miðvetrar leytið, jörðin alþakin snjó og frostnepjan blés svo
napurt að mann sveið í andlitiö.
Gamli maðurinn skalf af kulda, og þar eð barnið blundaði þá
augnablik stóð konan upp og heitti öl í litlum potti á bökunarofn-
inum, en á meðan settist gesturinn og ruggaði barninu. Með-
an ölið hitnaði settist móðirin í gamlan stól nálœgt honum, horföi
á veika barnið sitt sem andaði svo þungt, og hélt um litlu hendina
á því. ,,Heldurðu að ég missi það?“ spurði hún. ,,Guð tekur þaö
ekki frá mér. “ Gamli maðurinn—það var Dauðinn—kinkaði kolli á
svo kynlegan hátt, að það gat þýtt bæði , ,já, “ og ,,nei. “ Móð-
irin leit niður, og tárin hrundu ofan vanga hennar. Svefnþungi
sé yíir höfuö hennar, því í þrjá sólarhringa hafði ekki runniö blund-
ur á augu hennar og nú blundaði hún, að eins eitt augnablik, svo
spratt hún upp, skjálfandi af kulda. ,,Æ, hvaö er þetta?“ sagði
hún og leit allt í kringum sig. En gamli maðurinn var horfinn og
barnið líka. Hann hafði haft það á burt með sér. Marrandi snér-
ust ganghjól gömlu klukkunnar í horninu, þungu járnlóðin sigu al-
veg ofan að gólfi, og klukkan stanzaði. Veslings móðirin œddi út,
og kallaði á barnið sitt.
Uti í fönninni sat kona, búin síðum hrafnsvörtum klæðum, og
sagði: „Dauðinn hefir verið inni hjá þér, ég sá hann fara burt