Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 14
232.
FREYJA
VIÍ. 9.
Imelda stóö utan viö og horfði á og hugsaði, en þegar hana minnst
varði, kom Margrét, lagði höndina á öxl hennar og sagði: ,,Lof-
aðu mér Imelda mín góð, að kynna þig vini mínum Wilbur Wall-
ice. “
Imelda leit upp og sá frammi fyrir sér standa forseta sam-
komunnar,sem heilsaði henni með handabandi og vinsamlegu brosi,
og kvað það gleðja sig að sjá hana þar, og vonast eftir að mæta
henni þar oftar framvegis.
Imelda hvað gleðina yfir fundum þeirra sameiginlega, enda
glaðnaði yfir henni við þessa hlýlegu kveðju. Hún kvaðst og hafa
heyrt þar margt, sem þó ekki væri hœgt að kalla það skemmtilegt,
væri sér alveg nýtt,og þess virði að vita, ef satt vœri. ,,En hvern*
ig ætlið þér að sigrast á öllu þessu?“ sagði hún og horfði spyrjandi
á hr. Wallice.
,,Ráðningin er verk framtíðarinnar, en til að flýta fyrir þeirri
ráðningu, reynum vér að vinna í nútíðinni all.t sem vér getum.
Fólk sem sœkir þessar samkomur héfir mismunandi skoðanir bœði
í stjórnmálum og trúarbrögðum. En allir hafa komist að þeirri
niðurstöðu að ekki sé allt eins gott og það œtti að vera og gœti
verið, en að við því meigi þó gjöra. “
I þessu bar þau hr. Roland og ungfrú Wood þar að, og þegar
Wilbur Wallice hafði kynnt þau inum nýja gesti þeirra, sagfi
hann:
,,Ungfrú Ellwood er bæði framandi á fundum vorum og ó-
kunnug málefnum vorum, og nú finnst henni þau viðbjóðsleg og
torskilin. “
, ,Og hvað er það, sem yður finnst sérstaklega viðbjóðslegt?“
sagði gamli maðurinn og vék sér brosandi að Imeldu.
,,Allt, og sé helmingurinn af því sem hér hefir verið sagt í
dag, satt, ætti hverja einustu stúlku að hrylla við að gifta sig, eins
og henni myndi hrylla við að sökkva sér ofan f botnlaust forar-
dýki. “
„Vel sagt.og ef hverstúlka gœti séð það á þennan hátt.inyndi
heimurinn taka bráðum stakkaskiftum. Og hann gjörir það, þeg-
ar hver stúlka skilur gildi sitt, og neitar að verða seld eða gt’Jin í
hjónaband, samkvæmt lögum, er karlmenn hafa samið, án tillits