Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 19

Freyja - 01.04.1905, Blaðsíða 19
VII. io. FREYJA 237. séö. Viljir þú gráta þau í mig, þá skal ég flytja þig yfir í hiö mikla plöntuhús Dauöans, þar sem hann grœöir blóm og viði, sem hvort um sig hefir manns líf. “ ,,Ó, hvað vildi ég ekki til vinna aö fá barniö mitt aftur?‘.‘sagöi móðirin kjökrandi. Hún grét æ því meir, unz augu hennar hnigu niður á vatnsbotninn, og uröu að fegurstu perlum. Síðan tók vatn- iö liana upp, og sveiflaði henni, sem í hengihvílu, yfir á ströndina hinumegin, en þar var hús sem var margar mílur á lengd, það var ekki vel hœgt að segja hvort það var einungis skógvaxinn fjallhell- ir, eða hvort það hefði verið byggt af mannahöndum. Aumingja móðirin gat ekki séð það,því hún hafði grátið úr sér augun. “Hvar get ég fundið Ðauðann, sem tók barnið mitt?“ spurði hún. ,,Hann er ókominn enn, “ sagði gömul og gráhœrð kona, sem gekk um og gœtti plöntuhúss Dauðans. ,,En hvernig fannstu veginn hingað, og hver hjálpaði þér?“ ,,Guð hjálpaði mér, “ svaraði hún, “hann er miskunsamur og það verður þú einnig að vera. Hvar á ég að leita barnsins míns?“ ,,Ég veit það ekki, “ sagði gamla konan, en þú getur ekki séð neitt. Mörg blóm og tré hafa visnað í nótt, og Dauðinn kemur bráðum til að endurplanta þau. Þú veizt að hver maður hefir sitt lífsblóm, eða lífsins tré, hvort heldur sem honum hefir hlotnast. Þau hafa sama útlit og aðrar jurtir, en hjörtu þeirra s'lá. Barns hjörtun slá einnig. Það er ekki ómögu- legt að þú getir þekkt hjartslátt barnsins þíns ef þú reynir. En hvað villtu gefa mér til að segja þér hvaða ráð þú átt svo að hafa?“ ,,Ég hefl ekkert að gefa, “ sagði hin ógœfusama móðir. ,,En ég skal fara heiminn á enda fyrir þig, ef þú villt. “ ,,Þess þarf ég ekki með, “ sagði gamla konan. ,,En þú get- ur gefið mér mikla svarta hárið þitt, þú hlýtur að vita hvað það er fallegt, og það myndi gleðja mig mjög, svo getur þú fengið hvítu hárlokkana mína í staðin, þeir eru betri en ekkert hár. “ ,,Er það ekki annað en þetta sem þú villt fá, “ sagði hún. ,,Ég lœt það með ánœgju. “ Síðangaf hún henni fallega hárið sitt,en fékk í stað- inn hvítu hárlokkana gömlu konunnar. Svo fór hún inn í hið mikla plöntuhús Dauðans, þar sem blómstur og ungviðir voru til samans. Sumstaðar stóðu smágjörvar hyacinthur undir gagnsœum glerkúl- um, en sumstaðar stór-eikur. Annárstaðar voru vatnsjurtir, sumar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.