Freyja - 01.08.1906, Blaðsíða 5

Freyja - 01.08.1906, Blaðsíða 5
IX. i. FREYJA 5 ár. Þar voru þau í tvö ár og fluttu síðan til Washington-eyjarinn- ar, hvar þau dvöldu hjá ffændfólki sínu í io mánuði. Eftir þaö fluttu þau til Duluth og hafa þau verið þar síöan. Heima á Islandi loeröi Halldóra Kvennafræði og las allt sem hún átti kost á viðvíkjandi lœknisfræSi, því þangað hneigðist mjög hugur hennar. Og víst hefði hún ekki staðið að baki annara Jækna hefði hún átt kost á að nema þá fræðigrein. En það er því miður, ekki æfinlega hæfileikar, sem ráða úrslitum um það, hverj- ir nemi þetta eða hitt, heldur atvik eða kringumstœður, sem hafa ekkert við hæfileika að gera. Þegar þau hjón komu til Duluth, tók Halldóra að stunda iðn sína, en átti þar við ramman reip að draga — öfundsýki ogofsókn- in þeirra starfsystra sem íyrir voru og sitt eigið málleysi, því þá kunni hún lítið í enskri tungu. Ur því síðara bœttist af sjálfu sér mjög fljótt og talar hún nú enska tungu allvel, auk þess sem hún talar og skilur meira ogminnaí öllum skandinavisku-tungumálun- um. Eftir skamma dvöl í Duluth varhenni tilkynntaðannaðhvort yrði hún að hætta við iðn sína eða ganga undir próf í henni, og tók hún síöari kostinn þrátt fyrir málleysi sitt. Kom henni það þá, eins og oftar að góðu haldi að hún var kjarkmikil og árœðin, enda komst hún vel í gegnum prófið. Hefir hún síðan haft nóg að starfa, og sýna foeðingarskýrslur borgarinnar [Duluth] að hún hefir tekiö á móti yfir iooo börnum síðan hún kom þangað, og er það hærri tala en nokkur önnur ljósmóðir eða lœknir í borginni getur sýnt á jafnlöngum tíma. Halldóra hefir leyfi til að nota verkfœri (tengur) og er það þó óvanalegt. Töngina valdi hún sér sjálf, eða með öörum orðum, lét búa hana til eftir sinni eigin fyrirsögn og nokkuð breytta frá því sem verið hefir og er það hennar eigin uppfynding. Var líti- lega minnst á þessa uppfynding hennar í Freyju fyrir nokkrum ár- um síðan og að hún hefði þá tekið einkaleyfi (patent) fyrir henni. Eftir því sem verksvið Mrs. Olson varð umfangs meira, fann hún betur og betur nauðsyn á piívat sjúkrahúsi (faðingarhúsi) fyrir konur, því margar konur vilja heldur fara þangað sem þær geta bœði haft rólegheit og beztu aðhlynningu, en vera heima við misbrest á hvorttveggja, eins og’svo oft vill verða. Réðsthún þá í að bæta úr því sjáif og hafa þau hjón nú byggt stórt og vandað

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.