Freyja - 01.08.1906, Blaðsíða 8

Freyja - 01.08.1906, Blaðsíða 8
8 FREYJA IX. i. af eintómri fljótfærni. Daginn eftir sá ég aó þetta haföi verið ó- þarfa viðkvœmni, því þá fékk ég svar frá honum og skildi þar fyllilega að hann þóttist hafa misskilið mig og þakkaöi már fyrir að hafa opnað á sér augun í tíma, m. fl. Að vísu þótti mér súrt í brotið að hafa þannig lítilækkað mig í augum hans, an um leið \ar þó tilgangi mínum náð. •“ Svo fór um sögu þá. En þó þetta fœri svo í þettað sinn og k-ynni að fara svo í flestum tilfellum, vildi ég ekki ráða stúlkum til að leika þenna leik, því bœði gœti ég sagt aðrar sögur um sömu eða svipuð efni þar sem öðruvísi fór, og svo sœra þessi úrræði sómatil- finningu sérhverrar heiðarlegrar stúlku aðóþörfu, auk þess sem slík bréf gætu síðar orðið að handhægu vopni í höndum sumra manna gegn stúlkunum sj.álfum. Eg rœð öllum stúlkum til að hugsa sig vel um, taka til þess nógan tíma, láta svo svar sitt vera grundrall- að á nákvæmri eigin rannsókn á sér og manninum sem um er að ræða. Algilda reglu fyrir því, hversu fólk eigi að velja sér maka, getur enginn gefið. Þó',er til eitt atriði, sem til hjúskaparfarsæld- ar er flestum sameiginlegt. Sé það tryggt, getur ftestu orðið borg- ið. En það er, að manneskjan sé virðingarverð,— áreiðanleg í alla staði. Eg veit ekki hryggilegri sjón, en ektapar, rúið allri þeirri idealisku dýrð, sem ástin og traustið skreyttu það. En svo má ekki gleyma því, að inenn eru menn og konur, en ekki englar. En ástin er gjörn á að gylla, og þessvegna koma sro oft vonbrigði, og með þau, kunna fáir aö fara. Gleymið því ekki, að þetta spor er hið þýðingarmesta, sem þér getið mögulega stigið, því að því búið þér og börn yðar, alla yðar œfi, og hver veit hvað. Eg vildi og alvarlega benda mæðrunum á, að í þessu efni öll- um öðrum fremur, ættu þær að vera vinir og ráðanautar dætra sinna, og ætti lífsreynzla sjálfra þeirra að koma þar að góðum notum. Þœr meiga ekki gleyma því að þetta er viðkvæmt mál og að þarþarf því á lipurð og hluttekning að halda. Til mæðranne. vildi égþví segja þetta: Látið dætur yðar œfinlega finna til þess, að í yður eigi þær ráðholla, góðgjarna, þolinmóða og um fram allt, ósíngjarna vini, sem ætíð hugsi fyrst af öllu um þeirra velferð. Ef þér álítið val þeirra óheppilegt, þá reynið að laða og leiða, en beit- ið ekki ofstopa eða illyrðum, því ný og gömul dæmi sýna, að slíkt .flýtir oft fyrir í öfuga átt og er þá ver farið en heima setið.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.