Freyja - 01.12.1906, Side 9

Freyja - 01.12.1906, Side 9
IX. 5- FREYJA 105 ÓFYRIRSÍÐAR AFLEIDINGAR. Eflir Unu Hudsotl, ---—o------- Tilgangur okkar meö þessari sögu er einungis sá aö segja svo hverja sögu sem hún gengur, en hvorki að afla okkur með henni fjár né frama. Þaö er sjálfsagt aö b) rja söguna á Hinrik frænda mínum, því án hans heföi hún aldrei til orðiö. Hinrik frændi haföi sjálfstœðar skoöanir á öllum sköpuö- um hlutum, og það sem meira var, hann var vell-ríkur og gat þess vegna staðiö sig viö aö hafa sjálfstæðar skoöanir. Skoö- anirnar má hann auðvitaö taka með sér úr þessum táradal, en samkvæmt oröum heilagrar ritningar verður hann aö skilja hitt eftir, og í því tilfelli sá ég rnargar og góöar ástœöur fyrir því aö þaö lenti hjá mér, en engar á móti. Af þessari ástæðu gjörði ég það sem frœnda rnínum var þóknanlegt aö svo miklu leyti sem éggat, en lét hitt ógjört. Frændi minn hafði mikiö álit á hjónabandi fyrir aðra, því er og fleygt að einhverntíma fyrir löngu síðan hafi hann og á- litið það æskilegt fyrir sjálfan sig. En hvernig sem þvíer var- iö, þá hefir hann þó aldrei gifzt, en um þaö atriði erhanneins þagmœlskur og grafir framliöinna. En svo gjarnan sem ég vildi þóknast frœnda mínum gat ég ómögulega séð ráö að gifta mig og forsorga konu og börn á einu þúsundi um árið. Um þetta ddldam við a'l liart og varð afleiðingin sú,aö frœndi fór í fússi til Evrópu og faldi sig þar. Þegar hann var farinn fór ég aö hugsa alvarlegar urn þetta atriði, og komst að þeirri niöurstööu, að ef ég ekki nœði hylli hans í þessu lífi, kynni þaö aö veröa örðugt hinum megin svo mér yrði þá nokkurt liö að, þegar erföaskráin hans yrði lesin. Ég tók því það ráö sem nú skal greina og sem ég býst ekki við aö geta afsakað með góðum rökum. Ég n. 1. sendi frœnda hraðskeyti þ;ss efnis, að ég hefði séð mig um hönd, eins og manneskjunnar barn og íekið að mér konu. Auðvitað var ég ekki giftur og það sem meira var, œtlaði mér ekki að giftast. En svona hugsaði ég að komast út úr þessu: Frœndi vildi endilega að ég giftist, og af hlýðni við

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.