Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 14

Freyja - 01.12.1906, Blaðsíða 14
I IO FREYJA IX. 5- ,,En hvarer nú sonnrinn?“ sagði frændi. ogsvotókhann krakkann og kjassaöi hann og kyssti, og svofór hann laglega meö hann, eins og hann heföi ekki gjört annað alla sína æft en fara meö börn. Þaö var ekki laust viö aö mér hitnaöi um hjartarœturnar þegar ég sá þennan hrausta mann tárfellayfir hvítvoöungnum, sem hann hélt aö vœri sonur minn. „Hann er lifandi eftirmynd þín, Wilbur, “ varö honum loksinsaö oröi. „Þaö segi ég líka, “ sagöi Edith og hló storkunarlega, „og þó vill hann ekki heyra þaö, “ bœtti hún við. „Ég vildi að hann vœri líkurmér,“ sagði frœndi og leit á mig ásökunaraugum fyrir ósvífnina. „Jæja, frændi góður, við létum strákinn heita íhöfuðið á þér, “ sagöi ég og deplaði augunum framan í Edith. „Nei, það þykir mér vænt um, “ sagöi hann' og kysstí litla rauða andlitið. Þegar ég kom af skrifstofunni mir>ni um kvöldið varégaö hugsa um hvernig þeim myndi koma saman, frænda mínum og Edith. Þegar heim kom stóð gamli maöurinn hálfboginn og var aö þvo kál til miðdagsverðar á milli þess sem hann lék viö krakkann, en Edith var á. hlaupum inni og frammi viö að láta á borðið. 'Ég greip utanum mittið á henni og kyssti hana rétt eins og það vœri það allra eölilegasta sem orðið gat. „Skammastu þín ekki?“ sagöi hún þegar hún loksins kom upp oröi. Nú fórég einnig að hjálpa við húsverkin, skera brauö o. s. frv. því ég vildi ekki vera minni en karlinn. Að lokinni máltíö hjálpuðum viö til að þvo upp diskana og þar sem viö brutum ekl-a nema tvo diska og einn bolla þóttumst víð gjöra býsna vel. En samt þótti Edith það nóg, því hún sagði, að héldum við þessu áfram, yrðum viö bráðum aö borða af pját- ursdiskum. Þe gar þessu var Iokið settist Edith við forte-píanóíð og spilaöi nokkur eldgömul uppáhalds lög. Ég er ekki mikið gefinn fy rir hljóðfœraslátt og þó höfðu þessi alkunnu látlausu lög undarleg áhrif á mig. Mér varð þá litið til frœnda míns, sá ég að hann kveikti í vindli tvisvar eða þrisvar en gleymdi að reykja svo þaö dó jafnóðum í honum. „Einusinni heyrði ég þessi lög oft, en nú eru mörg ár

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.