Freyja - 01.12.1906, Síða 16

Freyja - 01.12.1906, Síða 16
FREYJA IX. 5- 1 Í2 Næsta hálftíma var mér hjartanlega illa viö frænda miim því þaö var engum blöðum um þaö aö fletta, af hverju henni leið betur nú en aö undanförnu, hún hlaut sjálf að finna það innan skamms ef hún heföi ekki þegargjört það. En ég var staðráöinn í einu. Litla drenginn skyldu þau aldrei hafa,hann skyldi æfinlega minna mig á fjölskylduna mína og vera sjálfur óafmáanlegt teikn um hana. Við skyldum verða vinir og eld- astsaman, og svo kannske Edith og frændi byði okkur til mið- dagsverðar stöku sinnum, og því yrðum við auðvitað fegnir jafnvel þó það ýfði sárin. ,,Ertu ánœgð með þetta, Edith?“ sagði ég loks og vatt mér að Edith. „ Já, víst er ég ánægð, “ sagði hún og brosti ánægjulega. ,,Ég veit engan hlut skemmtilegri en að gjöra húsverk, ann- ast börn og — —. “ hér þagnaði hún og roðnaði við. ,,Og hvað?“ sagði ég. ,,0-gmanninn sinn.“ ,,Ég œtlaði að segja eitthvað verulega fallegt, en í því skœldi krakkinn og hún fauk af stað en sneri þó aftur í dyr- unum, leit til mín og sagði: ,,Og þú hefir verið svo góður— svo dœmalaust góður, alveg eins — eins og ég væri virkilega konan þín. “ Hún var svo töfrandi, og mig langaði svo mik- ið til að segja eitthvað fallegt, en hún var borfin áður en ég kom því út. Daginn eftir kom ég með ókunnan ferðamann til mið- dagsverðar. Hann var skemmtilegur og roeðinn og hafði frá mörgu að segja, meðal annars hvað hjónabandslögin vœru einkennileg í sumum ríkjum Bandaríkjanna svo sem New Jersey og Pennsylvania. ,,Selji maður einhvern hlut, “ sagði hann ,,verður konan að skrifa undir söluskilmálana, og láti maðar vandalausan kvennmann skrifa nafn sitt undir þess konar skjöl, þá er það löglegt hjónaband. En í þessu ríki er það enn þá auðveldara, því hér þarf maður ekki annað en segja að stúlkan sé konan sín í tveggja manna viðurvist og þá eru þau hjón. “ F'rændi tók þessum fréttum dræmt,en ég var allur á nál- um af gleði, því vœri þetta satt, var Edith mín, og þá þættí mér gaman að sjá Hinrik frænda eða nokkurn annan taka

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.