Freyja - 01.12.1906, Síða 26

Freyja - 01.12.1906, Síða 26
122 FREYJA IX. 5. ir víð hana. En þá kom atvikfyrir sembreytti hugsanastefnu hennar, því rétt í þessu kom bóndadóttirin undur hægt að rúmi hennar, laut niður að henni og kyssti blíðlega á kinnina á henni um leið og hún sagði: ,,Égsaknaði þín þegar fólkið kom til að þakka fyrir lesturinn og því kom ég hingað aðvitja um þig. —O! þú ert að gráta! hver hefir nú verið vondur við þig?‘ ‘ ,, Allir eru vondir við mig nema þú, “ sagði Bína snökt- andi, en bœtti svo við í lægri róm: ,,En ég á þaö skilið því ég er sjálf svo vond. “ ,,Hví talarðu svona, þú ert einmitt góð stúlka Guð hefir gefið þér góðar gáfur, það kemur œtíð skin eftir skúr og allt fer vel á endanum, “ sagði bóndadóttir, lagaði til í rúminu og settist svo fyrir framan munaðarleysingjann. Nú varð þögn, því báðar voru að hugsa um hvað komandi tíðin hyldi ískauti sínu. En þœr höfðu ekki langan tíma til að hugsa því hús- freyja kom inn með fasi miklu og sagði dóttur sinni að faðir hennar vildi finna hana strax. ,, Hann hélt víst að þú sæir svo sóma þinn, að þú sætir ekki á tali við ótuktar niðursetning sjálfa jólanóttina, “ bætti hún við í hvössum róm. Bóndadóttir stóð þegjandi uppog fylgdi móður sinni, en Bína fór aftur að gráta, því henni sárnaði að vinstúlka hennar skyldi verða fvrir ónotum sín vegna. Svo lýstu orð húsfreyju svo mikilli fyrirlitningu að þau þrengdu sér gegnum sálu hennar og særðu hana voðalega. Hugsanir hennar voru svo lamaðar að hún var hætt að hugsa, hún gat einuugis grátið. En s:nám saman sefaðist einnig gráturinn og hún f i>r að lesa bœnirnar sínar, að því búnu sneri hún sér til veggjar, lagði aftur augtm og reyndi að sofna, en gat það ekki. Bína bilti sér á ýmsar hliðar og hagræddi sér sem bezt hún gat, en allt kom fyrir eitt. Það hlaut að v^a komið undir morgun, allt var löngu orðið hljótt, það heyrðist ekkisvomikið sein svefn- !æti í fólkinu og nóttin helga breiddi draumhjúp sinn yfir allt í baðstofunni. Skyldi ekkert Ijós vera lifandi, hugsaði Bína, ogsvo opnaði hún augun til að vita hvorí svo vœri. En sú breyting! Allt umhverfis hana var ljóshaf svo sterkt að hún mátti ekki 1" móti sjá, bráðlega vandist hún þó við birtuna og

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.